Fleiri fréttir

Fritzl líklega ákærður fyrir þrælahald

Hinn austurríski Josef Fritzl, sem hélt dóttur sinni fanginni í kjallara í meira en 24 ár og misnotaði hana kynferðislega gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir þrælahald. Þetta hefur fréttastofa Breska ríkisúvarpsins, BBC, eftir saksóknurum í Austurríki.

Virkt umferðareftirlit um alla helgina

Lögreglan hefur haldið uppi virku umferðareftirliti alls staðar á landinu um alla helgina. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli hefur töluvert verið um það að ökumenn hafi lagt af stað illa hvíldir eftir að hafa setið að drykkju og hafa því verið stöðvaðir fyrir ölvunarakstur.

Bretar myrtir í Karíbahafinu

Þrjátíu og eins árs gamall Breti, Ben Mullany, lést á sjúkrahúsi í Bretlandi um helgina af skotsárum sem hann fékk þegar ráðist var á hann og konu hans á eynni Antigua í Karíbahafi í síðustu viku.

Leita leiða til að koma Mugabe frá

Í Suður-Afríku eru hafnar á ný samingaviðræður á milli stjórnmálafylkinga í Zimbabwe. Markmið viðræðnanna er að komast að samkomulagi um framtíðarstjórn landsins af hálfu stjórnarandstæðinga,

Sleginn með flösku á Akureyri

Einn var fluttur á slysadeild eftir að hafa verið sleginn með flösku í höfuðið í miðbæ Akureyrar um þrjúleytið í nótt.

Enn ekkert flogið til Vestmannaeyja

Ekkert hefur verið flogið til Vestmannaeyja í morgun vegna þoku. Þjóðhátíð lauk í gærkvöldi með brekkusöng og flugeldum og var metþáttaka í brekkusöng.

Afmæli Mandela enn fagnað

Suður-Afríka hefur helgað þetta ár Nelson Mandela, vegna níræðisafmælis hans. Eiginkonur hans núverandi og fyrrverandi voru viðstaddar mikla afmælisveislu í gær.

Eldur varð laus í Biskupstungum

Eldur kviknaði í gróðurskála Laugarás í Biskupstungum. Þeir sem í húsinu vor komust út af eigin rammleik og tókst að slökkva eldinn án aðstoðar slökkviliðs. Talið er að eldurinn hafi kviknað í glóði frá grilli, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Þá féll maður af hestbaki um þrjúleytið í dag. Hann fann fyrir eymslum í baki og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Selfossi.

Flogið frá Reykjavík til Vestmannaeyja

Flogið var frá Reykjavík til Vestmannaeyja nú á fimmta tímanum. Tugir manna biðu á Reykjavíkurflugvelli milli vonar og ótta þar sem líkur voru á að ekki yrði flogið vegna veðurs.

Fjölmennasta Þjóðhátíð til þessa

Gestir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eru um 3000 fleiri en síðustu ár og er þetta fjölmennasta Þjóðhátíð sem haldin hefur verið hingað til, að sögn skipuleggjenda mótsins.

Hátt í 60 þúsund Bandaríkjamenn smitast árlega af HIV

Mun fleiri Bandaríkjamenn sýkjast árlega af HIV veirunni en opinberar tölur þar í landi gefa til kynna. Þetta kemur fram í skýrslu sem Miðstöð smitsjúkdómavarna þar í landi gaf út. Þar segir að 56 þúsund manns hafi smitast af veirunni árið 2006.

Sex gistu fangageymslur á Akureyri

Fjölmenni er á útihátíðinni ein með öllu á Akureyri en þar gekk skemmtanahald vel fyrir sig að sögn lögreglu og lítið um óspektir. Sex fengu þó að gista fangageymslur vegna ölvunar.

Palestínumenn flýja til Ísraels

Tæplega 200 palestínumenn flúðu til Ísraels í gær þegar harðir bardagar brutust út á milli Hamas og Fatah hreyfinganna á Gaza ströndinni. Níu palestínumenn féllu og níutíu og fimm særðust í bardögunum.

Hafnfirðingur hótaði að sprengja sig inni í svefnherbergi

Slökkviliðið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kallað að íbúð á Kirkjuvöllum í Hafnarfirði í nótt, þar sem eldur logaði í svefnherbergi. Þegar slökkvilið kom á staðinn og hugðist slökkva eldinn hótaði konan þeim að taka gaskút sem hún hafði á svölunum hjá sér inn og sprengja sig inni.

Sextíu björgunarsveitamenn kallaðir til leitar á Suðurlandi

Björgunarsveitamenn á Suðurlandi voru kallaðar út í tvær leitir í nótt. Leitað var að hollenskum manni á miðjum aldri sem hafði lagt upp í göngu frá Landmannalaugum seinni partinn í gær og villst í þoku. Að sögn lögreglunnar var hann illa búinn.

Quantas vél nauðlenti vegna leka í vökvakerfi

Boeing 767 þota frá ástralska flugfélaginu Quantas varð í dag að snúa við og lenda aftur í skyndi vegna leka í vökvakerfi. Í síðustu viku varð vél frá félaginu að nauðlenda eftir að sprenging gerði stórt gat á skrokk hennar. Quantas er annars eitt öruggasta flugfélag í heimi og hefur aldrei misst flugvél í slysi.

Gera ráð fyrir að atvinnuleysi tvöfaldist

Allt útlit er fyrir að atvinnuleysi muni tvöfaldast á næstu mánuðum. Rekstrarstaða íslenskra fyrirtækja hefur snarversnað á þessu ári. Vextir hafa hækkað upp úr öllu valdi og þá hafa bankarnir nánast lokað á öll útlán vegna lánsfjárkreppunnar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þúsund manns við brennu í Húsafelli

Mikill mannfjöldi hefur dvalið í Húsafelli nú yfir verslunarmannahelgina. Heimildarmaður Vísis á staðnum telur að nokkur þúsund manns hafi lagt leið sína í blíðuna í Húsafelli og meðal annars hafi um þúsund manns safnast saman við brennu sem haldin var í kvöld.

Bát hvolfdi nærri Bakkafjöru

Lítill Challenger hraðbátur fór á hvolf við ósa Markárfljóts nærri Bakkafjöru nú síðdegis. Tveir menn voru í bátnum og meiddust þeir báðir lítillega. Annar þeirra var fluttur með sjúkrabíl til skoðunar á slysadeild.

Vilhjálmur Bretaprins fer til starfa í varnarmálaráðuneytinu

Vilhjálmur Bretaprins mun hefja störf í varnarmálaráðuneytinu í haust. Prinsinn hefur undanfarna mánuði verið undirliðsforingi á einu af herskipum hennar hátignar. Hann hefur einnig lokið flugnámi hjá flughernum. Verið er að búa prinsinn undir að verða yfirmaður breska heraflans þegar hann verður konungur.

Eldur í gróðri við Kárastaði

Slökkvilið og lögregla frá Selfossi voru kölluð út vegna elds í gróðri í nágrenni við Kárastaði hjá Þingvöllum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var fjöldi manns kallaður til vegna eldsins en hann hafi svo reynst vera minniháttar.

Rútuböðull fyrir dómara

Enginn veit af hverju Vince Weiguang Li réðist skyndilega á meðfarþega sinn hinn 22 ára gamla Tim McLean.

Flugvél Iceland Express bilaði í Barcelona

Ein af MD 90 vélum Iceland Express flugfélagsins bilaði í Barcelona og því eru aðeins þrjár af MD 90 vélum félagsins nothæfar. Þetta hefur orsakað talsverða röskun á flugi hjá Iceland Express.

Fólskuleg líkamsárás á Þjóðhátíð

Karlmaður um tvítugt varð fyrir fólskulegri líkamsárás í Vestmannaeyjum um hálftvö leytið í nótt. Maðurinn sagðist í samtali við Vísi hafa verið að dansa við stóra sviðið þegar þrír menn hafi komið að honum. Hann hafi verið tekinn kverkataki og snúinn niður.

Hryðjuverkamaður úr ETA látinn laus

Almenningur á Spáni er furðu lostinn yfir því að Jose Ignacio de Juana Chaos, félagi úr aðskilnaðarhreyfingu Baska, hafi verið látinn laus eftir 21 árs fangelsisvist.

Um 10 þúsund manns á landsmóti UMFÍ

Ellefta unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn var sett í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Talið er að um 10 þúsund gestir séu á unglingalandsmótinu og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Útför Thatchers skipulögð

Bresk yfirvöld eru byrjuð að undirbúa útför Margaretar Thatcher, þrátt fyrir að hún sé enn lifandi og við ágæta heilsu.

Hamas og Fatah berjast

Öryggissveitir Hamas á Gaza ströndinni réðust í dag inn í hverfi stuðningsmanna Fatah hreyfingarinnar. Fatah hefndi sín með árásum á hverfi Hamas á Vesturbakkanum.

Unglingar myrtir við sundiðkun í Michigan

Níu ungmenni voru að synda í á í Marinette sýslu í Michigan á fimmtudagskvöldið. Þau áttu sér einskis ills von þegar allt í einu maður vopnaður riffli hóf formálalaust skothríð á þau.

Forsetinn hafði ekki samráð við ríkisstjórn um för á Ólympíuleika

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafði ekki samráð við ríkisstjórn þegar hann ákvað að þiggja boð um að vera viðstaddur ólympíuleikana í Peking. Þetta kemur fram í viðtali við forsetann í Fréttablaðinu í dag, í tilefni af embættistöku hans í gær.

Geislavirk efni láku úr kafbáti

Geislavirk efni láku úr bandarískum kafbáti sem var í heimsókn í Japan fyrr á þessu ári. Yfirvöld segja að lekinn hafi verið svo lítill að hann hafi ekki valdið neinum skaða.

Sjá næstu 50 fréttir