Innlent

Þingmaður segir Davíð á leið á eftirlaun

Bjarni Harðarson er þingmaður Framsóknarflokksins.
Bjarni Harðarson er þingmaður Framsóknarflokksins.

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, fullyrðir á vefsíðu sinni að fyrir liggi tilbúið stjórnarfrumvarp um Seðlabankann og að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, fari á eftirlaun.

,,Mínar heimildir segja reyndar að nú liggi fyrir nýtt stjórnarfrumvarp um Seðlabankann og samkomulag liggi fyrir um að skáldið Davíð fari á eftirlaun á komandi vetri. Kannski Geir verði skörulegri foringi á eftir, hver veit!"

Bjarni Segir að ríkisstjórnin hafi boðað aðgerðir allt frá á aðalfundi Seðlabanka Íslands. ,,Og það er ekki farið beinlínis hratt yfir en kannski telur forsætisráðherra að það lykti um of af örþrifaráðum að gera hlutina hratt og skörulega."

Skrif Bjarna Harðarsonar má sjá hér.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×