Fleiri fréttir

Jafntefli í orrustum gærdagsins

Þau Barack Obama og Hillary Clinton fóru með sitthvorn sigurinn af hólmi eftir orrustur gærdagsins í forkosningunum í Bandaríkjunum.

Fjórir handteknir í fíkniefnamálum

Fjórir karlmenn voru handteknir vegna rannsóknar á tveimur fíkniefnamálum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Við húsleit í Hafnarfirði fundust 300 grömm af marijuana og ellefu kannabisplöntur.

Medvedev tekur við af Pútín

Dimitri Medvedev tekur við stjórnartaumunum úr hendi Vladimírs Pútín í dag þegar hann sver embættiseið sem þriðji forseti Rússlands frá lokum kalda stríðsins.

Ánægjulegt að málið skuli loks til lykta leitt

Borgarstjórn staðfesti á fundi sínum í kvöld að að gengið yrði að kauptilboði Novators í húseignina við Fríkirkjuveg 11. Novator telur afar ánægjulegt að málið skuli loks til lykta leitt, en með samþykkt borgarstjórnar lýkur 15 mánaða söluferli.

Skotbardagi í vesturhluta London - Byssumaðurinn látinn

Byssumaðurinn sem skaut tveimur skotum að lögreglu í vesturhluta London í kvöld lést eftir að lögreglan yfirbugaði hann. Lögreglan beitti nokkurskonar „blossa sprengjum“ sem þeir hentu inn í íbúðina og slösuðu þannig manninn.

Íslendingur í Malmö: Varð vitni að vopnuðu bankaráni

„Við konan vorum í bankanum að sinna smá erindi þegar það komu tveir grímuklæddir menn inn í bankann og skipuðu fólki að leggjast á gólfið. Annar þeirra var með byssu og hinn með öxi, síðan heimtuðu þeir peningana,“ segir Þorbjörn Gíslason sem búsettur er í Malmö í Svíþjóð.

Dagbækur Saddams úr fangelsinu birtar

Arabískt dagblað hefur birt brot úr dagbókum Saddam Hussein sem hann skrifaði eftir að hann var hnepptur í varðhald og síðar tekinn af lífi.

Fjórir handteknir vegna fíkniefnafundar

Fíkniefni fundust á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu fyrir síðustu helgi en um talsvert magn var að ræða. Í íbúð í Hafnarfirði var lagt hald á 300 grömm af marijúana og 11 kannabisplöntur.

Trjáplöntum rutt burt af Hólmsheiði

Verið er að ryðja burt mörghundruð ef ekki þúsundum trjáplantna af Hólmsheiði vegna vegagerðar Reykjavíkurborgar í því skyni að stytta vörubílum leið á losunarsvæði fyrir jarðvegsúrgang. Íbúi í Grafarholti segir afar sárt að horfa upp á slíka eyðileggingu.

Lágmarka skal skaðann af verðbólgunni

Helstu máttarstoðir samfélagsins ræddu í dag um hvernig megi bregðast við núverandi efnahagsástandi. Ekki verður gripið til aðgerða strax en sérfræðingar fengnir til að greina ástandið áður en næsta skref er stigið.

Segist ekki hafa logið að ríkissaksóknara

Vísi hefur borist yfirlýsing frá embættum ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara vegna fréttar sem birtist á vefnum fyrr í dag. Þar var vitnað í Kompás þátt kvöldsins undir fyrirsögninni Ríkislögreglustjóri laug að ríkissaksóknara. Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri og Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari hafna alfarið umræddum ásökunum.

Búrma: 22 þúsund látnir, 43 þúsund saknað

Afleiðingar fellibylsins í Búrma verða stöðugt hryllilegri eftir því sem frá líður en nú er talið að 65 þúsund manns hafi farist í hamförunum. Ekki er útlokað að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Íslendingur sem var í Búrma lýsir hrikalegum veðurofsa á bloggsíðu sinni. Rauði kross Íslands hefur veitt 5 milljónum króna úr hjálparsjóði sínum til neyðaraðstoðar.

Sótti um stöðu forstjóra Varnarmálastofununnar

Stefán Pálsson sagnfræðingur og herstöðvarandstæðingur er einn þeirra sem sótti um stöðu forstjóra Varnarmálastofnunnar. Nú hefur verið birtur listi yfir umsækjendur en alls sóttu 25 manns um stöðuna. Varnarmálastofnun tekur til starfa 1.júní.

Öryggismyndavélar skila litlum árangri

Þrátt fyrir að fjárfest hafi verið fyrir marga milljarða sterlingspunda í öryggismyndavélum sem ætlað er að koma í veg fyrir að glæpi á Stóra-Bretlandi, hefur slík tækni ekki skilað árangri. Þetta hefur breska blaðið Guardian eftir lögreglunni.

Þrír á slysadeild eftir árekstur á Sæbraut

Tilkynnt var um harðan árekstur á Sæbraut til móts við Holtagarða klukkan 16:53 í dag. Þrír sjúkrabílar og tækjabíll slökkviliðsins voru send á staðinn auk lögreglu.

Þriðja kæran á hendur séra Gunnari lögð fram

Í dag lagði þriðja stúlkan inn kæru til lögreglunnar á Selfossi á hendur séra Gunnari Björnssyni. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, staðfesti að kæran lyti að meintu kynferðisbroti líkt og hinar tvær kærurnar.

Hlýnun fækkar bleikju í Elliðavatni

Fækkun bleikju í Elliðavatni er umræðuefni Haralds R. Ingvasonar, sérfræðings á Náttúrufræðistofu Kópavogs, í fyrirlestri hans í dag á svokölluðum Kópavogsdögum.

Palestínskum flóttamönnum boðið hæli á Íslandi

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu flóttamannanefndar um að bjóða allt að 30 manna hópi palestínskra flóttamanna hæli á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu.

Kompás í kvöld: Ríkislögreglustjóri laug að ríkissaksóknara

Ekki verður betur séð en að Ríkislögreglustjóraembættið hafi farið með rangt mál í bréfi til Ríkissaksóknara á síðasta ári. Í Kompási í kvöld er greint frá baráttu ættingja tveggja manna um að fá aðgang að gögnum vegna rannsóknar á andláti mannanna tveggja. Ríkislögreglustjórinn hafnaði þeirri beiðni.

Sólskinstundir um þriðungi fleiri í apríl en í meðalári

Ríflega 200 sólskinsstundir mældust í Reykjavík í nýliðnum aprílmánuði og er það rúmlega 67 klukkustundum umfram meðallag. Þetta er mun meira sólskin en mældist í apríl í fyrra en svipað og árið 2006. Á Akureyri reyndust sólskinsstundirnar 151 og er það 21 stund yfir meðallagi.

Flutningabíll slítur vegum á við 12 þúsund fólksbíla

Flutningabíll með tengivagn og áttatíu prósenta hleðslu slítur vegi á við 12 þúsund bifreiðar sem eru 1800 kíló að þyngd. Þetta kemur fram í svari samgönguráðherra við fyrirspurn Árnmanns Kr. Ólafssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Engin meðlög fyrir tæknifrjóvgun

Í þessari viku verður væntanlega lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem einhleypum konum verður veittur réttur til tæknifrjóvgana.

Sakar Seðlabankann um að tala niður fasteignaverð

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingarmálaráðherra telur að óskynsamlegt hafi verið að tala niður fasteignamarkaðinn eins og Seðlabankinn hafi gert í spá sinni nýverið. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag.

Office One-dómi verður áfrýjað

Dómi Héraðsdóms Reykjaness, þar sem félagsmanni VR var gert að greiða 1,3 milljónir í sekt fyrir að brjóta gegn ráðningarsamningi og Vísir greindi frá í gær, verður áfrýjað til Hæstaréttar.

Kostnaður við loftrýmiseftirlit fari ekki fram úr fjárlagaheimildum

Utanríkisráðherra gerir ekki ráð fyrir að kostnaður við loftrýmiseftirlit nágrannaþjóða Íslands í kringum landið fari fram úr þeim heimildum sem gert er ráð fyrir í fjárlögum. Þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna.

Gas Gas í Noregi

Mikil götuslagsmál urðu í Osló í gærkvöldi þegar lögreglan lenti í átökum við hústökufólk.

Ríða niður í hestarétt við Fríkirkjuveg 11

Leikararnir Benedikt Erlingsson og Hilmir Snær Guðnason ætla í dag að ríða hestum sínum frá hesthúsahverfinu Gusti í Kópavogi niður í Hallargarð og nema staðar í hestaréttinni fyrir ofan Fríkirkjuveg 11.

Kynntu sér kosti íslenska hestsins

Krónprins Friðrik og Mary krónprinsessa brugðu sér á hestbak í Dallandi við Hólmsheiði í morgun, en þau munu bæði vera hestafólk.

Grunaður um brot gegn sjö manns

Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi eftir að sjö börn og fullorðnir kærðu hann fyrir kynferðisbrot, sum mjög gróf.

Ámælisvert siðareglubrot Víkurfrétta

Vefmiðillinn Víkurfréttir telst að mati siðanefndar Blaðamannafélags Íslands hafa gerst sekur um ámælisvert brot gegn 3. grein siðareglna félagsins.

Kompás í kvöld: Rannsókn á dularfullum dauðsföllum

Valtýr Sigurðsson, sem tók við embætti Ríkissaksóknara um áramót, hefur snúið þeirri ákvörðun forvera síns að neita ættingjum tveggja látinna manna að sjá lögreglugögn um rannsókn á vofveiflegu fráfalli þeirra.

Sjá næstu 50 fréttir