Innlent

Samgönguráðherra boðar til fundar um Sundabraut

MYND/GVA

Samgönguráðherra efnir annað kvöld til opins fundar um Sundabraut. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og hefst klukkan 20.

Í tilkynningu á vef samgönguráðuneytisins segir að tilgangur fundarins sé að upplýsa borgarbúa og annað áhugafólk um samgöngur um fyrirhugaða Sundabraut, mögulega útfærslu hennar og kostnað.

Kristján L. Möller samgönguráðherra ávarpar fundinn í upphafi og síðan fjalla sérfræðingar Vegagerðarinnar um Sundabraut. Þá munu borgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson einnig ávarpa fundinn. Að loknum erindum verður gefinn kostur á umræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×