Erlent

Öryggismyndavélar skila litlum árangri

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Þrátt fyrir að fjárfest hafi verið fyrir marga milljarða sterlingspunda í öryggismyndavélum sem ætlað er að koma í veg fyrir að glæpi á Stóra-Bretlandi, hefur slík tækni ekki skilað árangri. Þetta hefur breska blaðið Guardian eftir lögreglunni.

Einungis 3% af ránum sem framin eru á götum í London eru upplýst með notkun slíkra véla þrátt fyrir að hvergi í heiminum sé meira fjármagni varið í kaup á þeim.

Mick Neville rannsóknarlögreglumaður segir að myndavélar séu lítið notaðar sem sönnunargögn fyrir rétti. Hann segir að þrátt fyrir að milljörðum sterlingspunda hafi verið varið í slík tæki hafi lítið verið hugað að því hvernig nota eigi myndirnar.

Þá virðist almenningur lítið skeyta um slíkar myndavélar og því hafi þær ekki það forvarnargildi sem vonast sé til að þær hafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×