Innlent

Office One-dómi verður áfrýjað

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Dómi Héraðsdóms Reykjaness, þar sem félagsmanni VR var gert að greiða 1,3 milljónir í sekt fyrir að brjóta gegn ráðningarsamningi og Vísir greindi frá í gær, verður áfrýjað til Hæstaréttar. Þetta kemur fram á heimasíðu VR. Lögmaður VR, Guðmundur B. Ólafsson, segir niðurstöðu héraðsdóms mikil vonbrigði.

Í viðtali sem birt er á heimasíðu VR segir Guðmundur dóminn horfa fram hjá þeirri staðreynd að starfsemi fyrirtækisins [Office One] hafi breyst mjög á þeim tíma sem um ræðir. Hafi starfsmaðurinn ráðið sig sem sölumann í heildsölu og skrifað undir ráðningarsamning sem falið hafi í sér samkeppnishindrandi ákvæði.

Þá segir Guðmundur: „Undir lokin hefur atvinnurekandinn farið út í verslunarrekstur og er ákvæðið í ráðningarsamningnum því orðið allt annað og mun meira íþyngjandi en þegar skrifað var undir. Dómurinn telur engu að síður að ákvæðið haldi gildi sínu þrátt fyrir þessar breytingar, og í raun að það hafi víðtækara gildi en gert var ráð fyrir í upphafi. Þessu er ég ósammála enda ber að túlka íþyngjandi ákvæði sem þessi mjög þröngt."

Enn fremur sagði Guðmundur niðurstöðuna í ósamræmi við dómaframkvæmd í sambærilegum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×