Öld frá skipun fyrsta borgarstjóra 6. maí 2008 13:01 Páll Einarsson, fyrsti borgarstjórinn. Á morgun, miðvikudaginn 7. maí 2008, eru liðin 100 ár frá því fyrsti borgarstjórinn var skipaður í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í tilkynningunni segir enn fremur: „Embætti borgarstjóra var auglýst laust til umsóknar í Ingólfi 23. febrúar 1908. Í auglýsingunni kom fram að embættinu „fylgdu" 4.500 kr. og „skrifstofufé" 1.500 kr. Um embættið sóttu þeir Knud Zimsen, bæjarfulltrúi og Páll Einarsson, sýslumaður og bæjarfógeti í Hafnarfirði. Á bæjarstjórnarfundi 7. maí 1908 var gengið til atkvæða og fékk Knud Zimsen þrjú atkvæði en Páll Einarsson var kjörinn borgarstjóri til 6 ára með 10 greiddum atkvæðum. Á þeim tíma voru bæjarbúar um 11.000 talsins. Reyndist Páll afar farsæll borgarstjóri og í hans tíð var ráðist í margvíslegar stórframkvæmdir sem breyttu bæ í borg. Má þar nefna byggingu vatnsveitu, gasstöðvar, holræsa og hafnargerð. Páll kaus að láta af embætti 1914 er kjörtímabili hans lauk. Var embættið þá auglýst aftur og hlaut Knud Zimsen bæjarfulltrúi kosningu og var hann borgarstjóri í 18 ár eða til 1932. Á þessum hundrað árum hafa nítján einstaklingar gegnt embætti borgarstjóra, þrjár konur og sextán karlar. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er að finna lista yfir þá einstaklinga sem gegnt hafa borgarstjóraembættinu, slóðin er http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1040. Borgarstjórar hafa átt náið samstarf við borgarbúa og í áranna rás hafa þeir borið margvísleg erindi undir borgarstjóra um allt milli himins og jarðar. Hundrað ára afmælisins verður minnst með sögusýningunni „Kæri borgarstjóri" sem opnuð verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 16. maí nk. Á sýningunni verður sambandi borgarbúa við borgarstjóra og borgina gerð skil og bréf og önnur skjöl notuð til þess að spegla tíðarandann og þetta sérstaka samband íbúanna við borgina. Ellefu af þeim nítján borgarstjórum sem setið hafa eru á lífi í dag. Þeir leggja allir sitt af mörkum til sýningarinnar og á myndbandi verða sýnd viðtöl við þá þar sem þeir segja frá samskiptum sínum við borgarbúa." Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Á morgun, miðvikudaginn 7. maí 2008, eru liðin 100 ár frá því fyrsti borgarstjórinn var skipaður í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í tilkynningunni segir enn fremur: „Embætti borgarstjóra var auglýst laust til umsóknar í Ingólfi 23. febrúar 1908. Í auglýsingunni kom fram að embættinu „fylgdu" 4.500 kr. og „skrifstofufé" 1.500 kr. Um embættið sóttu þeir Knud Zimsen, bæjarfulltrúi og Páll Einarsson, sýslumaður og bæjarfógeti í Hafnarfirði. Á bæjarstjórnarfundi 7. maí 1908 var gengið til atkvæða og fékk Knud Zimsen þrjú atkvæði en Páll Einarsson var kjörinn borgarstjóri til 6 ára með 10 greiddum atkvæðum. Á þeim tíma voru bæjarbúar um 11.000 talsins. Reyndist Páll afar farsæll borgarstjóri og í hans tíð var ráðist í margvíslegar stórframkvæmdir sem breyttu bæ í borg. Má þar nefna byggingu vatnsveitu, gasstöðvar, holræsa og hafnargerð. Páll kaus að láta af embætti 1914 er kjörtímabili hans lauk. Var embættið þá auglýst aftur og hlaut Knud Zimsen bæjarfulltrúi kosningu og var hann borgarstjóri í 18 ár eða til 1932. Á þessum hundrað árum hafa nítján einstaklingar gegnt embætti borgarstjóra, þrjár konur og sextán karlar. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er að finna lista yfir þá einstaklinga sem gegnt hafa borgarstjóraembættinu, slóðin er http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1040. Borgarstjórar hafa átt náið samstarf við borgarbúa og í áranna rás hafa þeir borið margvísleg erindi undir borgarstjóra um allt milli himins og jarðar. Hundrað ára afmælisins verður minnst með sögusýningunni „Kæri borgarstjóri" sem opnuð verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 16. maí nk. Á sýningunni verður sambandi borgarbúa við borgarstjóra og borgina gerð skil og bréf og önnur skjöl notuð til þess að spegla tíðarandann og þetta sérstaka samband íbúanna við borgina. Ellefu af þeim nítján borgarstjórum sem setið hafa eru á lífi í dag. Þeir leggja allir sitt af mörkum til sýningarinnar og á myndbandi verða sýnd viðtöl við þá þar sem þeir segja frá samskiptum sínum við borgarbúa."
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira