Innlent

Engin meðlög fyrir tæknifrjóvgun

Óli Tynes skrifar
Home alone.
Home alone.

Í þessari viku verður væntanlega lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem einhleypum konum verður veittur réttur til tæknifrjóvgana.

Þetta var niðurstaðan eftir að nefnd sem heilbrigðisráðherra skipaði til að fjalla um málið, skilaði skýrslu sinni.

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra sagði við Fréttablaðið að þarna séu höfð að leiðarljósi sanngirni og jafnréttissjónarmið.

Það vekur spurningar um kostnaðinn við barnauppeldi. Hvað til dæmis með meðlagsgreiðslur?

Hilmar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga sagði að einhleypar konur fengju ekki meðlagsgreiðslur.

Þær ákvæðu upp á sitt einsdæmi að fara í gervifrjógvun, jafnvel erlendis. Meðlög væru aðeins greidd af feðrum og þarna væru engir feður til staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×