Innlent

Ríða niður í hestarétt við Fríkirkjuveg 11

Leikararnir Benedikt Erlingsson og Hilmir Snær Guðnason ætla í dag að ríða hestum sínum frá hesthúsahverfinu Gusti í Kópavogi niður í Hallargarð og nema staðar í hestaréttinni fyrir ofan Fríkirkjuveg 11.

Hestaréttin er iðulega kölluð Litli Halló og leikararnir tveir vilja hvetja borgarfulltrúa til að tryggja áfram aðgang almennings að hestaréttinni þrátt fyrir sölu Reykjavíkurborgar á Fríkirkjvegi. Þeir vilja að starfsemi nýs eiganda hússins taki tillit til barnamenningar í hverfinu og að hestaréttin verði áfram leik- og tómstundasvæði fyrir börn og unglinga.

Leikararnir verða í hestaréttinni klukkan eitt í dag þar sem þeir munu rökstyðja mál sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×