Innlent

Umsvif Frakka ekkert í líkingu við umfang Bandaríkjamanna

Umsvif í kringum frönsku herþoturnar á Keflavíkurflugvelli verða ekkert í líkingu við það umfang sem fylgdi orustusveit bandaríska hersins á sínum tíma. Frakkarnir munu allir búa inni á Varnarsvæðinu.

Meðal þeirra sem tóku á móti frönsku flugsveitinni í gær var Friðþór Eydal sem um árabil var blaðafulltrúi Varnarliðsins en er nú upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli.

Frakkarnir munu búa inni á sérstöku öryggissvæði, sem áður var hluti af herstöð Bandaríkjamanna. Koma flugsveitarinnar kallar á ýmis verkefni af hálfu íslenskra starfsmanna á flugvellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×