Erlent

Hóta að draga Spánverja fyrir Evrópudómstól vegna auglýsingamála

Jose Luis Zapatero og ríkisstjórn hans hafa dregið lappirnar í málinu.
Jose Luis Zapatero og ríkisstjórn hans hafa dregið lappirnar í málinu. MYND/AP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hótað að draga Spánverja fyrir Evrópudómstólinn vegna of mikils auglýsingaefnis í spænsku sjónvarpi.

Samkvæmt reglum Evrópusambandsins má ekki verja meira en tólf mínútum af hverri klukkustund í sjónvarpi til auglýsinga og að sögn framkvæmdastjóra fjölmiðlamála hjá ESB hafa Spánverjar ekki gripið til nauðsynlegra ráðstafana vegna þessa.

Hafa Spánverjar nú fengið lokaviðvörun í málinu þar sem því er hótað að spænska ríkið verði dregið fyrir Evrópudómstólinn sem getur sektað þjóðir fyrir að fylgja ekki lögum og reglum Evrópusambandsins. Markmið reglna ESB er að koma í veg fyrir að auglýst sjónvarpsdagskrá sé ekki rofin í tíma og ótíma með auglýsingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×