Kompás í kvöld: Rannsókn á dularfullum dauðsföllum 6. maí 2008 11:44 Valtýr Sigurðsson, sem tók við embætti Ríkissaksóknara um áramót, hefur snúið þeirri ákvörðun forvera síns að neita ættingjum tveggja látinna manna að sjá lögreglugögn um rannsókn á vofveiflegu fráfalli þeirra. Einar Þór Agnarsson og Sturla Steinsson fundust örendir í bíl við Daníelsslipp árið 1985 og var málið afgreitt sem sameiginlegt sjálfsvíg. Vísbendingar eru þó um að málið hafi síðar verið rannsakað sem sakamál en ættingjar þeirra hafa aldrei sæst á opinberar skýringar lögreglu. Í Kompási í kvöld er fjallað ítarlega um baráttu ættingjanna, sem hefur staðið misserum saman, um að fá óheftan aðgang að gögnum um málið, lögregluskýrslur og krufningsskýrslur. Upphaflega neitaði Ríkisslögreglustjóri að afhenda þeim gögnin en þeirri höfnun var skotið til Boga Nilssonar, ríkissaksóknara sem staðfesti hana. Ættingjarnir höfðu fengið umboðsmann Alþingis í lið með sér og þrýsti hann á embættið að gefa skýringar á ákvörðun sinni og endurskoða hana. Stóð það þref framyfir áramót þegar Valtýr Sigurðsson tók við af Boga. Nýr ríkissaksóknari ákvað að taka málið upp og úrskurðaði nú undir vor að ættingjarnir, börn og systkini hinna látnu, fengju aðgang að gögnum lögreglu. Þetta mál kann að vera fordæmi því ættingjar fleiri látinna einstaklinga sem ósátt eru við rannsókn lögreglu eða afgreiðslu dómstóla hafa krafist þess að fá aðgang að rannsóknargögnum. Þessum umleitunum hefur til þessa verið hafnað en breyting gæti orðið á í ljósi lagatúlkunar nýja ríkissaksóknarans. Ítarlega verður fjallað um málið í Kompási í kvöld klukkan 21.50. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Valtýr Sigurðsson, sem tók við embætti Ríkissaksóknara um áramót, hefur snúið þeirri ákvörðun forvera síns að neita ættingjum tveggja látinna manna að sjá lögreglugögn um rannsókn á vofveiflegu fráfalli þeirra. Einar Þór Agnarsson og Sturla Steinsson fundust örendir í bíl við Daníelsslipp árið 1985 og var málið afgreitt sem sameiginlegt sjálfsvíg. Vísbendingar eru þó um að málið hafi síðar verið rannsakað sem sakamál en ættingjar þeirra hafa aldrei sæst á opinberar skýringar lögreglu. Í Kompási í kvöld er fjallað ítarlega um baráttu ættingjanna, sem hefur staðið misserum saman, um að fá óheftan aðgang að gögnum um málið, lögregluskýrslur og krufningsskýrslur. Upphaflega neitaði Ríkisslögreglustjóri að afhenda þeim gögnin en þeirri höfnun var skotið til Boga Nilssonar, ríkissaksóknara sem staðfesti hana. Ættingjarnir höfðu fengið umboðsmann Alþingis í lið með sér og þrýsti hann á embættið að gefa skýringar á ákvörðun sinni og endurskoða hana. Stóð það þref framyfir áramót þegar Valtýr Sigurðsson tók við af Boga. Nýr ríkissaksóknari ákvað að taka málið upp og úrskurðaði nú undir vor að ættingjarnir, börn og systkini hinna látnu, fengju aðgang að gögnum lögreglu. Þetta mál kann að vera fordæmi því ættingjar fleiri látinna einstaklinga sem ósátt eru við rannsókn lögreglu eða afgreiðslu dómstóla hafa krafist þess að fá aðgang að rannsóknargögnum. Þessum umleitunum hefur til þessa verið hafnað en breyting gæti orðið á í ljósi lagatúlkunar nýja ríkissaksóknarans. Ítarlega verður fjallað um málið í Kompási í kvöld klukkan 21.50.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira