Innlent

Lágmarka skal skaðann af verðbólgunni

Helstu máttarstoðir samfélagsins ræddu í dag um hvernig megi bregðast við núverandi efnahagsástandi. Ekki verður gripið til aðgerða strax en sérfræðingar fengnir til að greina ástandið áður en næsta skref er stigið.

Fulltrúar þessara máttarstoða samfélagsins streymdu á fundinn í ráðherrabústaðnum nú síðdegis. Fjórir ráðherrar mættu á fundinn þar af Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, sem og forystumenn hjá ASÍ, Samtökum atvinnulífsins, BSRB, BHM og sveitarfélaga

Eftir fundinn, voru menn einróma um að samhljómur og einhugur væri í hópnum um að lágmarka skaðann af verðbólgunni. Ingibjörg Sólrún segir aðalatriðið að kjarasamningar haldi og að fundin verði leið til að verja kjör fólks sem hefur verið að kaupa húsnæði og gera plön.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×