Erlent

Skotbardagi í vesturhluta London - Byssumaðurinn látinn

Lögreglan tekur þátt í skotbardaga í vesturhluta London. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögreglan tekur þátt í skotbardaga í vesturhluta London. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Byssumaðurinn sem skaut tveimur skotum að lögreglu í vesturhluta London í kvöld lést eftir að lögreglan yfirbugaði hann. Lögreglan beitti nokkurskonar „blossa sprengjum“ sem þeir hentu inn í íbúðina og slösuðu þannig manninn.

Sjúkraliðar fóru síðan inn í íbúðina og reyndur lífgunartilraunir. Skotbardaginn stóð yfir í um fimm klukkustundir.

Lögreglan var kölluð að Markham torgi við King´s Road í Chelsea hverfinu eftir að vegfarendur heyrðu skothvelli fyrr í kvöld.

Þegar lögreglan kom á staðinn kom til skotbardaga á milli mannsins og lögreglunnar. Vitni að árásinni sagði við Sky fréttastofuna að miðað við það sem hann heyrði snérist þetta um heimiliserjur.

„Ég var staddur í verslun þremur til fjórum hæðum neðar en þetta gerðist. Ég var að máta föt þegar stúlka kom inn hágrátandi og í miklu áfalli. Svo virðist sem byssumaðurinn hafi verið fyrrverandi unnusti hennar, ég veit ekki hvort hann var að skjóta að henni," sagði vitnið við Sky.

„Svo virðist sem rifrildi hafi verið á milli þeirra tveggja sem síðan hafi farið úr böndunum. Það var einnig karlmaður með henni. Ég veit ekki hvort hann hafi eitthvað að gera með rifrildið en svo virtist vera."

Eigandi hússins sem maðurinn var staddur í er kona en hún sagði í samtali við Sky að byssumaðurinn væri dökkhærður maður um þrítugt.

Hún segir hann hafa skotið að íbúð á annari hæð hússins. Þegar hún heyrði skothvellina fór hún upp til þess að athuga málið. Þar mætti hún manninum sem var að hlaða byssuna sína.

„Þetta var mjög skrýtið og ég á líklega eftir að gera mér betur grein fyrir þessu á morgun, ég veit ekki hversvegna einhver var að skjóta að húsinu mínu. Ég veit ekkert hvaða maður þetta er og hef aldrei séð hann áður," sagði konan.

Lögreglan er nú að reyna að ná sambandi við manninn en talið er að hann hafi skotið nokkrum fjölda skota. Mikil skelfing greip um sig á verslunargötunni sem er fjölfarin og ein sú vinsælasta í hverfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×