Fleiri fréttir

Grunaðar um vændi á Egilsstöðum

Tvær konur af erlendu bergi brotnar eru grunaðar um að stunda vændi á Egilsstöðum. Að sögn lögreglufulltrúa á Eskifirði er staðfestur grunur um að einhvers konar greiðslur hafi farið fram á milli þeirra og viðskiptavina þeirra.

INTERPOL leitar barnaníðings

Alþjóðalögreglan INTERPOL kallar eftir hjálp almennings við leit að manni sem hefur sést misnota börn á fjölmörgum myndum sem dreift hefur verið á Netinu. Myndirnar fundust í tölvu dæmds barnaníðings.

Nærri sex þúsund nýir bílar á fyrstu fjórum mánuðum

Tæplega 5.900 bílar voru nýskráðir hér á landi fyrstu fjóra mánuði ársins og er það 1,3 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta sýna nýir hagvísar Hagstofunnar. Síðastliðna 12 mánuði, til loka apríl, voru nýskráningar bíla tæplega 22.300 en það er 13,3 prósenta aukning frá fyrra tólf mánaða tímabili.

Foreldrarnir ofurölvi á ströndinni

Bresk hjón hafa verið handtekin á sumadvalarstað í Portúgal sökuð um vanrækslu barna sinna. Hjónin voru í sumarleyfisferð á Algarve og drukku þau svo ótæpilega af víni í ferðinni að þau lognuðust bæði útaf eitt kvöldið en þau voru með þrjú ung börn með sér.

Ungir ökumenn í akstursbann á kvöldin og um helgar?

Norsk yfirvöld íhuga nú að leggja bann við því að ungir ökumenn megi keyra bíla sína á kvöldin og um helgar. Mikil umræða hefur sprottið upp í Noregi í kjölfar bílslyss í úthverfi Oslóar þar sem þrjú ungmenni létu lífið.

Gunnar kærður fyrir að særa blygðunarsemi

Í kæru stúlknanna tveggja á Selfossi er ekki kært fyrir kynferðislega misnotkun eða áreitni, heldur byggist kæran á 209. grein laga nr. 19/1940 þar sem vitnað er til særðrar blygðunarsemi að sögn Sigurðar Þ. Jónssonar, lögmanns séra Gunnars Björnssonar.

Háskólakennari grunaður um alvarleg brot gegn börnum sínum

Háskólakennari hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 11. apríl vegna gruns um að hafa ítrekað nauðgað fjórum börnum sínum og vinkonu einnar dóttur sinnar. DV greinir frá þessu í dag. Þar kemur fram að elstu brotin hafi verið framin fyrir um fimmtán árum en þau yngstu í vetur.

Öryggismyndavélarnar í London gagnslausar

Í London eru fleiri öryggismyndavélar en í nokkurri annari stórborg í Evrópu og sagt er að lögreglan geti nánast fylgst með ferðum manns allan daginn óski hún þess. Yfirmaður Lundúnalögreglunnar sem hefur umsjón með kerfinu segir þó að það hafi ekki reynst eins gott og menn vonuðust til.

26 börn látin úr gin- og klaufaveiki í Kína

Gin- og klaufaveikifaraldur sem geisað hefur í Anhui héraði í Kína hefur nú dregið 26 til dauða, aðallega börn. Kínversk yfirvöld segja að tæplega tólf þúsund hafi smitast af veirunni. Veikin hefur breiðst út um landið en Anhui hérað hefur orðið langverst úti.

Fimmtán þúsund látnir í Búrma

Þrjátíu þúsund manns er nú saknað eftir að fellibylur reið yfir Búrma á laugardag og eru að minnsta kosti fimmtán þúsund látnir.

Eldur í sendiferðabíl

Eldur kom upp í sendiferðabíl, þegar honum var ekið eftir Reykjanesbrautinni á móts við álverið í Straumsvík í gærkvöldi. Hann magnaðist hratt, en ökumaður og farþegi sluppu ómeiddir út úr bílnum. Eldur logaði glatt þagar slökkvilið kom á vettvang, en slökkvistarf gekk vel.

Þyrlan lent við Landspítala

Þyrla Landhelgisgæslunnar hélt laust fyrir klukkan fimm í morgun af stað til að sækja fársjúkan sjómann um borð í rússneskan togara, sem er djúpt suðvestur af landinu. Hún lenti við slysadeild Landspítalans klukkan tuttugu mínútur yfir átta. Maðurinn mun hafa verið með blæðandi magasár.

Lögmaður krúnukúgarans segir málinu hvergi nærri lokið

Giovanni di Stefano lögfræðingur hins íslensks ættaða krúnukúgara, Ian Strachan, efast um sanngirni sakfellingar skjólstæðings síns. Hann segir málinu á engan hátt lokið og einnig hafi hann fundið atriði sem gæti dregið athyglina frá niðurstöðu dómsins. Ian var á föstudaginn dæmdur í 5 ára fangelsi vegna fjárkúgunar.

Himinn og haf milli faðmlaga og brota Gunnars

Meint brot sóknarprestsins á Selfossi gegn tveimur unglingsstúlkum byrjuðu þegar þær voru í fermingarfræðslu og stóðu svo í nokkur ár. Réttargæslumaður stúlknanna segir þær hafa litið á kirkjuna sem griðastað og nú sé búið að eyðileggja það fyrir þeim.

Vont að búa í borg sem setur ekki mannréttindi ofar öllu

Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi og Sóley Tómasdóttir varaborgarfulltrúi Vg í borgarstjórn hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna áforma borgarstjóra og meirihluta Sjálfstæðisflokks að afturkalla eflingu mannréttindaskrifstofu borgarinnar.

Skýrslutökur í lok næstu viku

Skýrslutökur yfir meintum fórnarlömbum séra Gunnars Björnssonar sóknarprests í Selfosskirkju munu fara fram í Barnahúsi í lok næstu viku. Þetta staðfesti Þorbjörg Inga Jónsdóttir, réttargæslumaður annarrar stúlkunnar, í samtali við Vísi í kvöld.

Segja Vegagerðina skulda 30-40 milljónir vegna Grímseyjarferju

Forsvarsmenn Vélsmiðju Orms og Víglundar segja Vegagerðina skulda sér 30-40 milljónir vegna aðkomu fyrirtækisins að breytingum á Grímseyjarferjunni, Sæfara. Ummæli um fyrirtækið í greinargerð Vegagerðarinnar vegna ferjunnar segja þeir rógburð og dylgjur. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarps nú í kvöld.

Vill hitta Elísabetu Fritzl

Frönsk kona, sem mátti þola kynferðislega misnotkun af hendi föður síns í 28 ár og ól honum 6 börn, hefur óskað eftir að hitta dóttur Jósefs Fritzl.

Lík í frystikistunni

Þýska lögreglan handtók í morgun konu eftir að lík þriggja kornabarna fundust í frystikistu á heimili hennar.

Hefur ekki skipt um skoðun

Vegna sjónvarpsfrétta undanfarna daga vill borgarstjóri árétta að það er ekki rétt túlkun á ummælum mínum að ég hafi í grundvallar atriðum skipt um skoðun varðandi verðlaunatillögu um þróun Vatnsmýrarinnar.

Fimm sagt upp hjá HB Granda á Akranesi

Öllum starfsmönnum síldar- og fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi, fimm talsins, var sagt upp í morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness.

Organisti upplifði óþægindi stúlknanna vegna Gunnars

„Já, það er rétt, ég var staddur í kirkjunni við æfingar með stúlknakórnum í þau skipti sem sóknarpresturinn, séra Gunnar Björnsson, leitaði á þær og olli það þeim miklu uppnámi, “ segir Jörg Sondermann, organisti við Selfosskirkju, í samtali við Vísi.

Landsvirkjun gagnrýnir fund um Urriðafossvirkjun

Svo virðist sem átök sem deilur Landsvirkjunar og andstæðinga virkjana í neðri hluta Þjórsár séu að harðna því nú hefur Landsvirkjun sent frá sér yfirlýsingu um að fulltrúi fyrirtækisins komi ekki á opinn fund um Urriðafossvirkjun í Þingborg í kvöld.

Staðfestir gæsluvarðhald yfir stöðumælaþjófi

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir rúmenskum karlmanni sem grunaður er um þjófnað úr stöðumælum hér á landi ásamt félaga sínum. Skal hann sæta gæsluvarðhaldi fram á miðvikudag.

Til hamingju með daginn....kabúmm

Ísraelar minnast þess að sextíu ár eru liðin frá stofnun ríkisins. Hátíðahöld vegna þess hefjast á miðvikudagskvöld og standa fram á föstudag.

Lést í umferðarslysi í Kömbunum

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi við Kamba í gær hét Lárus Kristjánsson til heimilis að Dynskógum 2 í Hveragerði.

Áfram vandræði í Sultartangastöð

Spennir í Sultartangastöð sem verið hefur bilaður frá því um áramót verður bilaður áfram um sinn eftir því sem segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Breiðavíkurnefndin mun fjalla um fleiri heimili

Breiðavíkurnefndin mun rannsaka starfsemi fleiri heimila sem rekin voru á vegum ríkisins um miðja síðustu öld, samkvæmt erindisbréfi sem Geir. H. Haarde forsætisráðherra hefur sent Róberti Spanó, formanni Breiðavíkurnefndarinnar.

Þarf að greiða bætur fyrir að hafa ráðið sig til keppinautar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til þess að greiða fyrrverandi vinnuveitanda sínum 1,3 milljónir króna í févíti fyrir að hafa brotið gegn ráðningarsamningi og ráðið sig til keppinautar vinnuveitandans innan tiltekins tíma. Vinnuveitandinn fór fram á rúmar 29 milljónir króna í bætur.

Bláu tunnurnar vinsælar í borginni

Hinar svokölluðu bláu ruslatunnur sem eingöngu eru notaðar undir pappír njóta sífellt meiri vinsælda í borginni og eru nærri 1700 slíkar nú komnar í umferð.

Stúlkan komin í leitirnar

Sex ára stúlka sem leitað var að við Vífilsstaðavatn í Garðabæ nú eftir hádegið fannst heil á húfi um hálfþrjúleytið.

Sjá næstu 50 fréttir