Innlent

Fjórir handteknir í fíkniefnamálum

Fjórir karlmenn voru handteknir vegna rannsóknar á tveimur fíkniefnamálum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Við húsleit í Hafnarfirði fundust 300 grömm af marijuana og ellefu kannabisplöntur.

Við húsleit í Reykjavík fundust 600 grömm af amfetamíni og 200 þúsund krónur í peningum, sem taldir eru vera ágóði af fíkniefnasölu. Mönnunum var öllum sleppt að yfirheyrslum loknum, en rannsókn málanna er fram haldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×