Innlent

Þriðja kæran á hendur séra Gunnari lögð fram

Séra Gunnar Björnsson
Séra Gunnar Björnsson

Í dag lagði þriðja stúlkan inn kæru til lögreglunnar á Selfossi á hendur séra Gunnari Björnssyni. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, staðfesti að kæran lyti að meintu kynferðisbroti líkt og hinar tvær kærurnar.

Sigurður Þ. Jónsson, lögmaður séra Gunnars, sagði í samtali við Vísi í morgun að kærunar tvær lytu ekki að kynferðislegri áreitni heldur broti gegn blygðunarsemi. Ólafur Helgi vildi ekki staðfesta að slíkt ætti við í þriðju kærunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×