Fleiri fréttir

Flowers ætlar að selja Clinton spólurnar

Gennifer Flowers ætlar að setja á uppboð hljóðrituð samtöl hennar og Bill Clinton en þau áttu í ástarsambandi í ein tólf ár. Flowers sagði frá sambandi þeirra þegar Bill Clinton sóttist eftir forsetaembættinu árið 1992.

Grafið eftir Nasistagulli í Þýskalandi

Fjársjóðsleitarmenn munu í dag aftur hefja leit að fjársjóði frá tímum Nasista sem talinn er vera grafinn í suðurhluta Þýskalands. Meðal þess sem talið er að fjársjóðurinn innihaldi eru tvö tonn af gulli

Rómantíkin varð ræningjanum að falli

Rómantískur ræningi varð svo ástfanginn af gjaldkeranum á pósthúsinu sem hann rændi að hann kom aftur þangað daginn eftir með blómvönd og bauð gjaldkeranum á stefnumót.

Tyrkir segjast hafa fellt tugi Kúrda

Tyrkneski herinn segir að 41 Kúrdi hafi fallið í nýjustu átökunum í norðurhluta Íraks. Er tala fallinna þá komin upp í 153 síðan að Tyrkir réðust inn í Kúrdahéruðin fyrir síðustu helgi. Á sama tíma segir kúrdísk fréttastofa að uppreisnarmönnum hafi tekist að hrekja tyrkneska hermenn á flótta á sumum átakasvæðunum.

Geðdeyfðarlyf eru að mestu gagnlaus

Ný kynslóð af geðdeyfðarlyfjum á borð við Prozac og Seroxat hafa litla sem enga virkni fyrir það fólk sem notar þessi lyf. Í flestum tilvikum er jafngott að bryðja brjóstsykur.

FARC ætla að sleppa gíslum í Kolombíu

FARC skæruliðasamtökin í Kólombíu ætla að leysa fjóra af gíslum sínum úr haldi í þessari viku. Gíslarnir eru allir fyrrum þingmenn í landinu og hafa verið í haldi samtakana árum saman.

Skandinavar vilja sjá bankagögnin

Í Þýskalandi hefur nú verið flett ofan af skattsvikum mikils fjölda auðmanna á grundvelli upplýsinga um bankareikninga og skúffufyrirtæki í Liechtenstein, sem þýska leyniþjónustan BND keypti af manni sem safnaði þeim með ólöglegum hætti.

Food & Fun heppnaðist vel

Húsfyllir var á matarhátíðinni Food & Fun sem fór fram Við Pollinn á Ísafirði um helgina. "Hátíðin heppnaðist mjög vel. Hún gekk alveg snurðulaust fyrir sig og matseðill gestakokksins vakti lukku heimamanna, við höfum allavega ekki orðið varir við annað“, segir Eiríkur Gísli Johansson, annar eigandi veitingarstaðarins. Það var Ingi Þórarinn Friðriksson frá Perlunni sem skrifaði fjórrétta matseðill sem samanstóð af verður marineraðri lúðu, frosnum ávaxtadrykk, nautalund og sítrónuböku í eftirrétt. Matarhátíðin Food & fun, sem myndi útleggjast á íslensku sem Fóður og fjör, hefur á undanförnum árum áunnið sér veglegan sess í borgarlífinu í febrúar og nú tóku ellefu veitingastaðir úti á landi þátt í að bjóða upp á spennandi matseðil í stórbrotinni íslenskri náttúru yfir vetrartímann.

Vill frumsýna myndina um leiðtogafundinn á næsta ári

Stórleikstjórinn Ridley Scott segist eiga von á því að hægt verði að frumsýna myndina um leiðtogafundinn í Höfða snemma á árinu 2009. Nú er verið að skrifa handritið að myndinni, samkvæmt því sem fram kemur á vefnum Hollywood Reporter.

Þarf að sannfæra þjóðina um stefnu stjórnvalda í Írak

John McCain sagði í dag að ef hann ætlaði sér að sigra í bandarísku forsetakosningunum í haust þyrfti hann að sannfæra landa sína um að stefna stjórnvalda í Írak væri að skila árangri. Ef hann gæti það ekki myndi hann tapa.

Nemandi braust inn í tölvukerfi Hagaskóla

Fjórtán ára pilti í 9.bekk Hagaskóla tókst að brjótast inn í tölvukerfi skólans og eyða öllum skrám á upplýsingavef sem nemendur og kennarar nota. Tölvukerfið liggur enn niðri. Lögreglan rannsakar nú málið en skólastjóri Hagaskóla segist líta brotið alvarlegum augum.

Safna fé til styrktar Færeyingum í nauð

Opnaður hefur verið söfnunarreikningur í Glitni til stuðning frændum vorum Færeyingum vegna tjóns sem þeir urðu fyrir þegar mikið óveður gekk yfir landið um síðustu mánaðarmót.

Talibanar vilja loka farsímum í Afganistan

Talsmaður talibana sagði við fréttamenn að bandarískir og aðrir erlendir hermenn noti farsímamerki til þess að rekja ferðir liðsmanna þeirra og gera árásir á þá.

Dæmdur fyrir vörslu barnakláms

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á föstudag ungan karlmann í þrettán mánaða fangelsi fyrir að hafa í sinni vörslu tæplega 15 þúsund ljósmyndir og 207 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt.

Meiriháttar Mini

Mini Cooper S hefur þótt alveg sæmilega sprækur bíll með sína 170 hestafla vél frá BMW.

Rafmagn komið á að nýju

Nú klukkan tíu mínútur yfir fimm komst rafmagn á alla staði þar sem rafmagnslaust varð í dag. Orkuveita Reykjavíkur tilkynnti um háspennubilun klukkan 13:25 í dag. Bilunin orsakaði það að Lögbergslína datt út sem þýddi það að rafmagnsleysi varð í Hveradölum og á Bláfjallasvæði.

Barack Obama með túrban

Hillary Clinton og liðsmenn hennar eru orðin svo örvæntingarfull vegna velgengni Baraks Obama að þau hafa sent mynd af honum með túrban til fjölmiðla.

Barroso: Evrópusambandið elskar Ísland

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir samstarf ESB og Íslands á innri markaði Evrópu vera afar náið og einstaklega gott.

Óljóst hver skuld íslenska ríkisins er við Impregilo

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir ráðuneyti hans nú kanna hver skuld íslenska ríkisins sé við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo í ljósi nýfallins dóms vegna málsins. Ráðherra segir einnig að kanna þurfi hverjir standi á bak við skattskuldina.

Stýrimaður smyglskútunnar dæmdur fyrir fleiri brot

Guðbjarni Traustason sem dæmdur var nú nýverið í Pólstjörnumálinu svokallaða til sjö og hálfs árs fangelsisvistar, var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur fyrir brot á umferðarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og fyrir nytjastuld. Guðbjarna var hins vegar ekki gerð refsing í málinu þar sem um var að ræða hegningarauka við Pólstjörnudóminn.

Stofna hlutafélag um REYST orkuskóla

Rektorar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík skrifuðu í dag undir hluthafasamkomulag vegna REYST orkuskólans ásamt stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur.

Dóttirin þorir ekki lengur í sund

„Dóttir mín lenti í þessum manni í janúar og þá kærðum við. Sundlaugin hefur því vitað af honum í rúman mánuð,"segir móðir ellefu ára gamallar stúlku sem lenti í perranum í Sundmiðstöð Keflavíkur.

Hyggjast leyfa grisjun á fílastofninum í S-Afríku

Stjórnvöld í Suður-Afríku hyggjast heimila fílaveiðar í landinu í fyrsta sinn í 13 ár. Í yfirlýsingu til fjölmiðla kemur fram að þetta sé gert þar sem þörf sé á því að grisja stofninn.

Rafmagnslaust í Hveradölum

Orkuveita Reykjavíkur tilkynnti um hásepnnubilun núna klukkan 13:25. Bilunin orsakaði það að Lögbergslína datt út sem þýddi það að rafmagnsleysi varð í Hveradölum og á Bláfjallasvæði.

Kemur með einhverjar áherslubreytingar

Guðmundur Guðmundsson segir að hann muni koma með einhverjar áherslubreytingar inn í íslenska landsliðið í handknattleik. Hann tók við því á ný í dag eftir fjögurra ára hlé.

Telur Vilhjálm hafa stigið stórt skref

Forsætisráðherra segir að yfirlýsing borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna í gær hafi bundið enda á óvissuna í borginni. Hann telur Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson hafa stigið stórt skref með þeirri yfirlýsingu að enn væri opið hver tæki við stöðu borgarstjóra að ári.

Guðmundur tekur aftur við landsliðinu

Guðmundur Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta í annað sinn. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi hjá Handknattleikssambandinu nú í hádeginu

Karlmaður kærður vegna perraháttar í sundlaug

Lögreglunni á Suðurnesjum hafa borist nokkrar kærur vegna erlends karlmanns sem grunaður er um kynferðislega áreitni gagnvart ungum stúlkum í Sundlaug Keflavíkur. Allt eins er talið líklegt að fleiri kærur líti dagsins ljós á næstunni.

Greenpeace mótmæla á Heathrow

Mótmælendur á vegum Greenpeace samtakanna ruddust inn á flugbraut á Heathrow flugvellinum á Englandi í morgun og klifruðu upp á Boeing 777 þotu sem var að koma frá Manchester.

Ákveðin framför frá óvissu í síðustu viku

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir þá ákvörðun borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna að ákveða í sameiningu hver verði borgarstjóri eftir rúmt ár, umtalsverða framför frá þeirri óvissu sem ríkti í síðustu viku.

Sjá næstu 50 fréttir