Fleiri fréttir

Júmbóþota knúin áfram af kókoshnetuolíu

Breski milljarðamæringurinn Richard Branson kallaði það mikilvægan áfanga fyrir allan flugvélaiðnaðinn að hann sendi eina af Virgin-júmbóþotum sínum í áætlunarferð, knúna blöndu af venjulegu eldsneyti og lífrænu.

Öflugur skjálfti á Súmötru

Snarpur jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter skók Bengulu-hérað á eyjunni Súmötru í Indónesíu í morgun en engar fregnir hafa borist af manntjóni.

Margir mótmæla framboði Nader til forseta

Mótmælum rignir nú yfir neytendafrömuðinn Ralph Nader í kjölfar þess að hann hefur ákveðið að gefa kost á sér enn á ný í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum.

Lítið sem ekkert finnst af loðnunni

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú komið í grennd við Vestmannaeyjar í leit að loðnu, en hefur fundið lítið sem ekkert enn sem komið er.

Hafís kominn í mynni Húnaflóa

Hafís er kominn í mynni Húnaflóa og þurfti fiskiskip, sem var á leið vestur fyrir Horn í gærkvöldi, að krækja fyrir hann.

Raul formlega tekinn við af Fidel

Raul Castro var í kvöld formlega kjörinn forseti Kúbu af þingi landsins. Raul tekur við eldri bróður sínum, Fidel, sem var leiðtogi Kúbu í 49 ár, en hann hefur strítt við erfið veikindi undanfarin ár.

Fjölmenni á fundi um olíuhreinsistöð

Á annað hundrað manns ræddu olíuhreinsistöð á Vestfjörðum á málþingi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir verulega sjónmengun af slíkri stöð.

Kúrdar vilja að Bandaríkin beiti sér

Nechervan Barzani, forsætisráðherra Kúrdahéraðanna í Norður Írak, gagnrýndi stjórnvöld í Bagdad í dag fyrir linkind gagnvart tyrkjum. Krafðist hann þess að stjórnvöld tækju harðari afstöðu gegn innrás Tyrkja í landið.

Leitað aftur að týndri flugvél

Í dag fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF í leitarflug á svæðinu þar sem leitað hefur verið að Piper Cherokee flugvél frá því á fimmtudag. Veður og sjólag var gott og aðstæður til leitar góðar, en leitaraðstæður hafa verið mjög slæmar allt frá því slysið varð. Skip sem leið hafa átt um svæðið hafa einnig litast gaumgæfilega um. Enn hefur ekkert fundist sem bent gæti til afdrifa flugmannsins eða flugvélarinnar.

Nader fer í framboð

Ralph Nader neytendafrömuður í Bandaríkjunum lýsti því yfir í dag að hann ætlaði aftur að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann býður sig fram í nafni óháðra.

Árni leitar að loðnu

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var að leggja af stað í loðnuleit. Leitarsvæðið nær frá Reykjanesi og suður með landinu. Ástæða leitarinnar eru loðnuveiðibannið sem sett var á í síðustu viku sem og gagnrýni á ráðleggingar Hafrannsóknastofnunarinnar um að stöðva veiðar.

Ber ekki saman um mannfall

Talsmönnum stríðandi fylkinga við landamæri Tyrklands og Írak ber ekki saman þegar kemur að því meta mannfall í átökum á milli kúrdískra skæruliða og tyrkneska hersins.

Ótrúleg niðurstaða

“Þetta er ótrúleg niðurstaða eftir tveggja vikna þóf,” segir Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, um yfirlýsingu Sjálfstæðismanna um hvernig manna eigi borgarstjórastólinn þegar hann kemur í hlut þeirra eftir rúmt ár.

Ráðist á pílagríma

25 féllu og 45 til viðbótar særðust í árás sjálfsmorðssprengjumanns í bænum Iskandaria, fyrir sunnan Bagdad í morgun.

Niðurstaðan kemur ekki á óvart

Niðurstaðan sem sjálfstæðismenn í borgarstjórn kynntu í dag kom Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins ekki á óvart.

Lögregla náði þjófum eftir æsilega flóttatilraun

Lögregla hafði í nógu að snúast í morgun við að hafa upp á þjófi sem gripinn var glóðvolgur við að ræna skartgripaverslun í miðbænum en flúði lögreglu á fæti og svo með aðstoð félaga síns á flóttabíl.

Tveir gistu fangageymslur vegna slagsmála

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Laust eftir miðnættið var kveikt í bifreiðinni, sem farið hafði útaf á Flugvallarvegi fyrir nokkrum dögum. Slökkviliðið frá Brunavörnum Suðurnesja komu og slökktu eldinn í bifreiðinni, sem er ónýt eftir. Vitni sá til tveggja bifreiða, sem voru við bifreiðina skömmu fyrir brunann og er þeirra nú leitað. Málið er í rannsókna.

Barnaskákmót í Ráðhúsinu í dag

Skákfélagið Hrókurinn stendur fyrir barnaskákmóti í Ráðhúsi Reykjavíkur, sunnudaginn 24. febrúar kl. 14. Mótið er opið öllum börnum, yngri en 15 ára, og er þátttaka ókeypis.

Áhrif einangrunarinnar afar skaðleg

"Áhrif svona langrar einangrunar­vistar geta verið margvísleg, stundum mjög slæm,“ segir Þórarinn V. Hjaltason, sálfræðingur Fangelsismálastofnunar, um mál Íslendingsins sem vistaður hefur verið í einangrun í Færeyjum í fjóra mánuði vegna Pólstjörnumálsins.

Engin merki um að hægt verði að selja hvalkjötið til Japans

Engin merki eru um að Japan muni flytja inn hvalkjöt frá Íslandi segir formaður Náttúrverndarsamtaka Íslands. En þegar á annað ár er liðið frá því að Hvalur 9 veiddi síðustu langreyðina í atvinnuskyni hefur enn ekki tekist að semja við Japani um sölu á kjötinu þangað.

Skeie sigraði á Food and Fun

Alþjóðlega matarhátíðin Food and fun stendur nú sem hæst. Þetta er í sjöunda sinn sem hátíðin er haldin hér á landi og koma tugir verðlaunakokka víða að og elda fyrir gesti á fimmtán veitingastöðum í borginni. Í dag sýndu kokkarnir listir sínar þegar þeir kepptu í matreiðslu og valinn var kokkur hátíðarinnar. Það var Geir Skeie frá Noregi sem fór með sigur af hólmi í keppninni. Nýr norrænn matur er þema hátíðarinnar að þessu sinni en henni lýkur á morgun.

Nýgerðir kjarasamningar skelfileg mistök

Ný undirritaðir kjarasamningar eru skelfileg mistök og munu leiða til uppsagna. Þetta er mat Víglundar Þorsteinssonar sem hefur áratuga reynslu af kjarasamningagerð fyrir atvinnurekendur en hann telur réttast að menn setjist aftur að samningaborðinu og geri nýja samninga.

Verður að ákveða hvort hann sitji áfram fyrir mánudag

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson mun að öllum líkindum kalla borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á sinn fund á morgun og tilkynna þeim ákvörðun sína um að sitja áfram sem oddviti flokksins. Geri hann það ekki munu borgarfulltrúar flokksins taka ákvörðun fyrir hann segir einn þeirrra.

Serbar mótmæla í Kosovo

Um tvö þúsund serbneskir íbúar í bænum Mitovica í Kósóvó mótmæltu í dag sjálfstæðisyfirlýsingu landsins.

Hefði átt að leggja konuna inn á spítalann

Plássleysi á spítalanum réði því ekki að kona sem liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans í kjölfar meðferðar á slysadeild hafi verið send heim heldur mat læknirinn sem annaðist hana að hún væri heimferðarfær. Þetta segir Már Kristjánsson, sviðstjóri lækninga á slysa og bráðamóttöku. Fréttastofa hefur engu að síður öryggar heimildir fyrir því að svo hafi verið.

Birkir Jón: Það á ekki að banna fólki að leggja svolítið undir

Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknarflokks fjallar um umræðu um þáttöku sína í fjárhættuspilum í nýjum pistli á bloggsíðu sinni. Hann segir tvískinnugs hafi gætt í umræðunni og spyr hvers vegna nokkrar tegundir fjárhættuspils eru leyfðar og jafnvel reknar af ríkisvaldinu á meðan aðrar séu litnar hornauga.

79 Kúrdar hafa fallið í átökum við Tyrki

Tyrknesk yfirvöld sögðu í dag að 79 kúrdískir uppreisnarmenn hefðu fallið í átökum við tyrkneska herinn í norðurhluta Írak síðan hersveitir fóru inn í landið á fimmtudagskvöld. Sjö tyrkneskir hermenn hafa fallið í sömu átökum að sögn yfirvalda.

Myndir ársins

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, opnaði sýningu blaðaljósmyndara, Myndir ársins, í Gerðarsafni í dag að viðstöddu fjölmenni. Sýningin skartar rúmlega 200 myndum frá tæplega 40 ljósmyndurum. Mynd ársins sem þið sjáið hér að ofan tók Eggert Jóhannesson af Gunnari Birgissyni bæjarstjóra Kópavogs þegar hann hélt upp á sextugsafmæli sitt í Glaðheimum, reiðhöll Gusts í Kópavogi, 29.september.

Tveir létust í Beit Hanoun

Tveir Palestínumenn létust og sá þriðji særðist þegar ísraelskt flugskeyti sprakk í grennd við bæinn Beit Hanoun á Gaza ströndinni í morgun.

Hvalkjötið enn óselt

Þegar á annað ár er liðið frá því að Hvalur 9 veiddi síðustu langreyðina í atvinnuskyni hefur enn ekki tekist að semja við Japani um fyrirkomulag á sölu á kjötinu þangað. Sjávarútvegsráðherra er heldur þó í vonina um að það takist.

Sjá næstu 50 fréttir