Innlent

Kom í veg fyrir stórtjón út frá eldi í kamínu

Húsráðandi í íbúðarhúsi í Hveragerði kom í veg fyrir stórtjón þegar hann slökkti eld sem hafði komið upp í kjölfar þess að hann var að prófa nýja kamínu.

Maðurinn hafi nýlokið við að setja kamínuna upp og skömmu eftir að hann hafði kveikt upp í henni varð hann þess var að ekki var allt með felldu. Hann reif frá kamínunni og þá kom í ljós eldur upp við loft. Maðurinn slökkti eldinn með handslökkvitæki og kom sem fyrr segir í veg fyrir stórtjón.

Lögregla segir ekki vitað hvað varð til þess að eldurinn kviknaði en maðurinn hafði farið í einu og öllu eftir þeim reglum sem gilda um uppsetningu á kamínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×