Innlent

Ekki leitað til EFTA-dómstólsins varðandi áfengislöggjöf

Hæstiréttur hefur hafnað því að EFTA-dómstólnum verði farið að veita ráðgefandi álit í máli manns sem ákærður er fyrir áfengislagabrot með því að birta áfengisauglýsingar í tímariti hér á landi.

Maðurinn vildi meðal annars að EFTA-dómstóllinn gæfi álit sitt á því hvort það samrýmdist túlkun á tilteknum greinum EES-samningsins að banna allar áfengisauglýsingar.

Héraðsdómur hafði komist að því að leita skyldi til EFTA-dómstólsins um álit en þeim úrskurði sneri Hæstiréttur við, meðal annars á þeim grundvelli að fyrir lægi álit EFTA-dómstólsins varðandi sambærilegt ákvæði norskra laga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×