Innlent

Sagðist hafa stungið dyravörð til að flýta fyrir aðstoð

Lögreglan á Selfossi hefur til meðferðar tvö mál þar sem aðilar hafa brotið á lögum um samræmda neyðarsímsvörun.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að í öðru tilvikinu sé um að ræða mann sem hringt hafi yfir hundrað sinnum í 112 á skömmum tíma. Í hinu tilvikinu hafði maður hringt eftir aðstoð vegna árásar sem hann á að hafa orðið fyrir við Rauða húsið á Eyrarbakka um helgina.

Manninum leiddist biðin eftir aðstoð og afréð að hringja í 112 og tilkynna að hann hefði stungið dyravörð með hníf. Segir lögregla að með þessu hafi maðurinn gerst sekur um að senda vísvitandi ranga tilkynningu til Neyðarínunnar. Slíkt getur varðað allt að þriggja ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×