Innlent

Þurfti að krækja fyrir hafís í mynni Húnaflóa

Hafís er kominn í mynni Húnaflóa og þurfti fiskiskip sem var á leið vestur fyrir Horn í gærkvöldi að krækja fyrir hann.

Að sögn skipstjórans var talsvert rek á ísnum til suðurs en ekki hafa borist fréttir af honum í morgun. Það er því ekki vitað hvort hann er einhvers staðar landfastur. Landhelgisgæslan er nú að kanna skilyrði til ískönnunarflugs.

Stærstu jakarnir sjást vel á ratsjá en sjófarendur á þesum slóðum verða að sýna aðgát því íshröngl er á svæðinu. Að sögn Sigrúnar Karlsdóttur á Veðurstofunni er áttin að snúast til norðausturs og spáð er að svo verði næstu daga.

Við þær aðstæður legst ísinn aftur frá landi en í vestlægum áttum hleðst hann upp á Grænlandssundi og leitar hingað til lands. Eftir því sem best er vitað er ísinn sums staðar þéttur en gisinn annars staðar. Engin skip hafa átt leið fyrir Horn í morgun og því er ekki nákvæmlega vitað um stöðuna á ísnum núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×