Innlent

Fundu stolna riffla í húsi á Akranesi

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. MYND/HKr.

Þrír rifflar voru meðal þess sem lögreglan á Akranesi fann við húsleit í íbúðarhúsnæði í bænum í liðinni viku.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að fyrir hafi legið rökstuddur grunur að þar inni væri meðal annars þýfi úr innbrotum. Við húsleitina fundust tveir rifflar sem stolið hafði verið í innbroti í Hafnarfirði fyrir skömmu ásamt þriðja rifflinum sem er óskráður.

Ferðatölva sem stolið var úr bíl í Reykjavík tveim dögum fyrir húsleitina fannst einnig og þá einnig lagt hald á skartgripi, tölvur, sjónvarpsskjái og farsíma. Unnið er að því að kanna hvaðan þessir munir eru komnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×