Innlent

Stórhríð á Gemlufallsheiði og Steingrímsfjarðarheiði

Slæmt ferðaveður er á Vestfjörðum. Mynd úr safni.
Slæmt ferðaveður er á Vestfjörðum. Mynd úr safni. Mynd Elma

Á Vestfjörðum er snjóþekja og stórhríð á Gemlufallsheiði og slæmt ferðaveður. Þæfingsfærð og stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði og ekkert ferðaveður. Eyrarfallið er orðið ófært. Snjóþekja og skafrenningur er í Ísafjarðardjúpi. Á Sunnanverðum Vestfjörðum verður mokað yfir Kleifarheiði, Mikladal og Hálfdán fyrir þá bíla sem koma með ferjunni Baldri eftir það verður öllum mokstri hætt.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja.

Hálkublettir og skafrenningur eru á Hellisheiði, á Sandskeiði og í Þrengslum. Hálka er á Holtavörðuheiði. Annars er hálka eða hálkublettir um allt Suður- og Vesturland.

Á Norð-Austurlandi eru víða hálkublettir og snjóþekja, éljagangur með ströndinni. Á Austurlandi er hálka og hálkublettir, sem og á Suð-Austurlandi.

Vegagerðin biður vegfarendur um að taka tillit til hraðtakmarkana og fara sérstaklega gætilega í kringum starfsmenn sem eru við vinnu við boranir í norðanverðum Hvalfjarðargöngum. Þá eru vegfarendur einnig minntir á að vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar er nauðsynlegt að sýna þar aðgát. Sérstaklega er fólk beðið um að fara varlega við framhjáhlaup við Voga, Grindavíkurveg og Njarðvík. Vegfarendur eru beðnir að virða hraðatakmarkanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×