Erlent

Rómantíkin varð ræningjanum að falli

Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki.

Rómantískur ræningi varð svo ástfanginn af gjaldkeranum á pósthúsinu sem hann rændi að hann kom aftur þangað daginn eftir með blómvönd og bauð gjaldkeranum á stefnumót.

Ræninginn, hinn þrítugi Bruno Perez hafði komið inn á pósthúsið vopnaður skammbyssu og neytt hina tvítugu Luciu Marcelo til að afhenda sér peningana úr kassanum á pósthúsi einu í Genóa á Ítalíu. Hann varð svo hrifin af Luciu að hann kom aftur daginn eftir.

Lucia lét lögregluna vita um leið og hélt Bruno svo á staðnum með daðri þar til lögreglan kom og handtók hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×