Innlent

Dóttirin þorir ekki lengur í sund

Sundlaugin í Keflavík.
Sundlaugin í Keflavík.

„Dóttir mín lenti í þessum manni í janúar og þá kærðum við. Sundlaugin hefur því vitað af honum í rúman mánuð," segir móðir ellefu ára gamallar stúlku sem lenti í perranum í Sundmiðstöð Keflavíkur.

Stúlkan var í sundi með vinkonu sinni þegar maðurinn áreitti þær og lýstu þær manninum sem er útlendingur. Móðirin vill ekki gefa upp nákvæmlega hvernig maðurinn hagaði sér en sagði að sem fullorðin kona hefði hún kært hann fyrir háttsemina.

Stúlkan tók reynsluna inn á sig og hefur ekki viljað fara í sund eftir uppákomuna. „Hún segist ekki vilja fara nema það komi einhver fullorðinn með, þetta er stelpa sem var nánast komin með sporð," segir móðirin sem er ánægð með að búið sé að ná manninum.

Samkvæmt heimildum Vísis hafa 10-12 stúlkur kært manninn og er hugsanlegt að fleiri stúlkur bætist í þann hóp en málið er í rannsókn hjá Lögreglunni á Suðurnesjum.

Sjá einnig;

Karlmaður kærður vegna perraháttar í sundlaug




Fleiri fréttir

Sjá meira


×