Innlent

Litháar áfram í gæsluvarðhaldi vegna gruns um nauðgun

MYND/GVA

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur Litháum sem bíða þess að Hæstiréttur fjalli um ákæru á hendur þeim vegna hrottafenginnar nauðgunar.

Mennirnir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði dæmdir í fimm ára fangelsi hvor fyrir nauðgunina sem átti sér stað í húsasundi í miðborg Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum. Mennirnir áfrýjuðu dómunum til Hæstaréttar og á hann eftir að fjalla um þá.

Hafði héraðsdómur fallist á þá kröfu saksóknara um að mennirnir sættu áfram gæsluvarðhaldi til 2. júní eða þar til dómur félli í máli þeirra en Hæstiréttur stytti hámarkstíma gæsluvarðhalds til 9. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×