Fleiri fréttir Barnsrán á Spáni minnir á mál Madeleine Örvæntingarfull leit fer nú fram af fimm ára gamalli spænskri stúlku sem hefur verið saknað síðan á sunnudag þegar hún hvarf skammt frá heimili sínu í Huelva á Spáni. Stúlkan, Mari Luz Cortes, fór út að kaupa kartöfluflögur í hverfissjoppunni örfáar húsalengdir frá heimili sínu. Fjölskyldan fór að leita hennar þegar hún kom ekki til baka og tilkynnti um hvarfið. 16.1.2008 16:03 Lýst eftir 14 ára pilti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 14 ára pilti, Daníel Sigvaldasyni. Daníel er 172-175 sm á hæð, dökkhærður með stutt hár. 16.1.2008 15:51 Ég má láta hengja hann -nei ég Það er svo mikill losarabragur og ósætti í ríkisstjórn Íraks að þar er jafnvel ekki hægt að hengja menn sem búið er að dæma til dauða. 16.1.2008 15:37 Nærri 1900 greindir með klamydíu á síðasta ári 1863 manns greindust með klamydíu á síðasta ári samkvæmt því sem fram kemur í nýjasta hefti Farsóttarfrétta frá Landlæknisembættinu. Þar segir einnig að það aukning miðað við árið á undan. 16.1.2008 15:37 Ráðsmaður Díönu laug um hring Paul Burrell fyrrverandi ráðsmaður Díönu prinsessu kom fram sem vitni við réttarrannsóknina á dauða hennar í dag. Þar sagðist hann af ásettu ráði hafa haldið því leyndu að Dodi Fayed hafi gefið prinsessunni hring skömmu áður en þau létust í bílslysi. 16.1.2008 15:31 Hvöttu flokksbróður sinn til að setja Sundabraut í forgang Samgönguráðherra býst við að framkvæmdir við Sundabraut geti í fyrsta lagi hafist á næsta ári. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri - grænna, á Alþingi í dag. 16.1.2008 15:26 Sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður á tvítugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hann sló annan karlmann í andlitið á Ráðhústorgi í miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgi 2006. 16.1.2008 15:17 Milljarða sekt fyrir skipstapa Franski olíurisinn Total SA var í dag dæmdur til þess að greiða háa sekt og enn hærri bætur vegna olíuflutningaskipsins Eriku sem brotnaði og tvennt og sökk árið 1999. 16.1.2008 14:34 Hefur beðið eftir svari við fyrirspurn um útrásarmál í mánuði Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði á Alþingi í dag hvort útrásarmál orkufyrirtækja væru fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokknum of viðkvæm til þess að ráðherra gæti svarað fyrirspurn hennar. 16.1.2008 14:25 Lúðvík ósammála ráðherra um dómaraskipan Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ósamála Árna Mathiesen, settum dómsmálaráðherra, í dómaramálinu og hefur átt hreinskiptar umræður við hann um það. Þetta kom fram í máli þingmannsins við upphaf þingfundar í dag. 16.1.2008 13:59 Og forða oss frá kertum - Amen Rúmensk kirkja sem alfarið er búin til úr ís er svo vinsæl að gripið hefur verið til þess ráðs að banna að kveikja á kertum í kirkjunni, svo hún bráðni ekki. 16.1.2008 13:57 Loftbólurnar reyndust vera heitt vatn Kafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru við störf í Nauthólsvík um tvöleytið í dag. Tilkynning barst slökkviliði um að loftbólur bærust upp á yfirborð sjávar í víkinni og var kafað niður á botn til þess að kanna málið. Í ljós kom að um útstreymi heits vatns var að ræða og því engin hætta á ferðum. 16.1.2008 13:50 Jónatan Motzfeldt segir af sér Jónatan Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinnar hefur sagt af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 16.1.2008 13:24 Táragasi beitt gegn mótmælendum í Mombasa Lögregla í Kenía skaut táragasi að mótmælendum í ferðamannabænum Mombasa í dag. 16.1.2008 13:15 Hægri flokkur dregur sig út úr stjórn Olmerts Hægri flokkur sem er andvígur samningaviðræðum við Palestínumenn dró sig í morgun út úr samsteypustjórn Ehud Olmert í Ísrael. 16.1.2008 12:45 Fáfnismenn á hrakhólum Eigendur húsnæðisins við Frakkastíg þar sem mótorhjólaklúbburinn Fáfnir MC heldur til hafa sagt upp leigusamningnum við klúbbinn. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga sem eiga húsið, segir að þeir séu á leiðinni í burtu á næstunni en ekki liggi fyrir hvenær þeir þurfa að taka saman föggur sínar. 16.1.2008 12:35 Aukin etanólframleiðsla fyrir bíla hækkar áburðarverð Aukin framleiðsla á lífrænu etanóli til notkunar á bíla í stað bensíns er farin að valda hækkun á áburðarverði. 16.1.2008 12:34 Lítil loðnuveiði undanfarna daga Sáralítil loðnuveiði hefur verið undanfarna daga en nokkur loðnuskip eru djúpt austur af landinu. 16.1.2008 12:31 Ekki hægt að hleypa öllum að auðlindinni í sjónum Varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis segir að álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðistjórnunarkerfið sé ákveðið áfall fyrir Íslendinga. Formaður nefndarinnar segir ekki hægt að hleypa öllum að auðlindinni í sjónum vegna þess að þá yrðu veiðarnar stjórnlausar. 16.1.2008 12:27 Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir bókhaldsbrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 16,5 milljóna króna fyrir ýmis bókhaldsbrot í tengslum við starf hans sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður einkahlutafélags. 16.1.2008 12:03 Keníska lögreglan skaut mótmælanda til bana Lögreglan í Kenía skaut mann til bana í mótmælum stjórnarandstöðunnar í borginni Kisumu í dag. Alfred Onyango, íbúi og vitni að atburðinum, sagði að þegar lögreglan leysti upp eitt þúsund manna mótmæli, hefði hún skotið tvo menn, einn hefði látist og annar væri alvarlega slasaður. 16.1.2008 11:47 Ákærður fyrir að slá mann í höfuðið með gangstéttarhellubroti Karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir utan veitingastaðinn Kaffi Láru á Seyðisfirði í október í fyrra. 16.1.2008 11:15 Rússar ógna starfsmönnum British Council Bresk stjórnvöld segja að það sé ólíðandi að Rússar reyni að ógna starfsmönnum menningarstofnunar þeirra, British Council. 16.1.2008 11:02 Brá þegar dópaðir menn réðust inn í íbúð í Bökkunum Sara Rós Kavanagh segir að sér hafi brugðið mjög mikið þegar menn, undir áhrifum fíkniefna, réðust inn í íbúð hennar í Blöndubakka í Reykjavík. Þetta sagði hún í samtali við Í bítið á Bylgjunni. 16.1.2008 10:39 Ekki tilbúnir að kyngja klónuðu kjöti Japanir segja að þeir muni gera sínar eigin rannsóknir á því hvort kjöt af klónuðum skepnum sé hæft til manneldis. 16.1.2008 10:37 Aflaverðmæti eykst um 6,5 prósent fyrstu tíu mánuði 2007 Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 6,5 prósent á fyrstu tíu mánuðum ársins 2007 miðað við sömu mánuði árið 2006. Frá þessu er greint á vef Hagstofu Íslands. 16.1.2008 10:29 Saudi Arabía tekur vel í að auka olíuframleiðslu George Bush Bandaríkjaforseti vonast til þess að fundur hans með Abdullah, konungi Saudi Arabíu leiði til þess að samtök olíuframleiðsluríkja auki framleiðslu sína. 16.1.2008 10:21 Vinnustundum karla fækkar á milli ára Starfandi fólki á vinnumarkaði fjölgaði um 6.400 á fjórða ársfjórðungi síðasta árs frá sama tímabili árið áður og voru tæplega 180 þúsund manns á vinnumarkaði. 16.1.2008 10:16 Fundu fornsögulegt nagdýr á stærð við nautgrip Vísindamenn hafa greint frá steingerðri hauskúpu nagdýrs sem er það stærsta sem fundist hefur í heiminum. Nagdýrið var á stærð við nautgrip og var um eitt tonn að þyngd. 16.1.2008 10:08 Heildarafli dregst saman um þrjú prósent milli ára Heildarafli íslenskra skipa dróst saman um rúm þrjú prósent á föstu verði á síðasta ári miðað við árið 2006. Þetta leiða tölur Hagstofunnar í ljós. 16.1.2008 10:04 Varað við nýrri tegund Nígeríubréfa Embætti ríkislögreglustjóra varar við nýrri tegund svokallaðra Nígeríubréfa sem berast fólki í tölvupósti. 16.1.2008 09:57 Fidel Castro sagður við góða heilsu á ný Nýjar myndir af Fidel Castro leiðtoga Kúbu sýna að hann er í fínu formi í dag eftir langvarandi veikindi. 16.1.2008 09:23 Ítalska lögreglan ræðst gegn nígerísku mafíunni Nígeríska mafían hefur verið að koma sér fyrir í Evrópu á undanförnum árum. Ítalska lögreglan lét til skarar skríða gegn henni í vikunni og handtók tugi nígeríska glæpamanna 16.1.2008 09:20 Klónað kjöt hæft til manneldis í Bandaríkjunum Matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að kjöt af klónuðum dýrum og afkvæmum þeirra sé jafn öruggt til neyslu og kjöt af öðrum dýrum. 16.1.2008 09:18 Kaldasti vetur á Grænlandi í áratug Grænlendingar verða ekki mikið varir við hlýnun jarðar þessa daganna því veturinn þar í landi, það sem af er, mun vera sá kaldasti í áratug. 16.1.2008 09:09 Páfinn afboðar heimsókn í háskóla Benedikt páfi hefur afboðað heimsókn sína í virtan háskóla á Ítalíu eftir að kennarar við skólann mótmæltu skoðunum páfans á réttarhöldunum yfir Galileo. 16.1.2008 07:52 Engin stóróhöpp í umferðinni Fáir meiddust og engin alvarlega þrátt fyrir að minnsta kosti þrjátíu árekstra á höfuðborgarsvæðinu í gær. 16.1.2008 07:49 Margir liggja í valnum eftir sprengjuárás á Sri Lanka Að minnsta kosti 23 eru látnir eftir sprengjuárás á rútu á Sri Lanka í morgun og fimmtíu liggja sárir eftir. 16.1.2008 07:46 Loksins sigraði Romney Fréttaskýrendur eru farnir að líkja forkosningunum í Bandaríkjunum sem rússibanaferð þar sem allt getur gerst. Og nú var komið að Mitt Romney sem vann forkosningar Repúblikana í Michigan nokkuð örugglega. Hillary Clinton vann táknrænan sigur Demókrata. 16.1.2008 07:29 Vopnaðir dólgar gengu berserksgang í Breiðholti Tveir karlmenn í annarlegu ástandi vegna neyslu fíkniefna, og vopnaðir öxum, gengu berserksgang í tveimur stigagöngum fjölbýlishúsa í Bakkahverfi í Breiðholti undir kvöld í gærkvöld og skelfdu þar íbúana. 16.1.2008 07:24 Gullforði Seðlabankans: 700 milljóna verðhækkun Tæplega tveggja tonna gullforði Seðlabankans hefur aukist mjög að verðgildi undanfarnar vikur. Hann var fyrir einum og hálfum mánuði metinn á rúma þrjá milljarða króna, en slagar nú hátt upp í fjóra. Verðið nú miðað við heimsmarkaðsverð nemur um 3,7 milljörðum króna. Gullverð er í hæstu hæðum. Það hefur verið á uppleið á heimsmarkaði og hefur undanfarna tólf mánuði hækkað um 50 prósent. 16.1.2008 06:00 Hússjóður axlar einn ábyrgð á dauðslysi „Ef einhver ber hér ábyrgð þá erum það við og engir aðrir,“ segir Garðar Sverrisson, formaður hússjóðs Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ), um dauðaslys sem varð eftir að íbúi með framheilaskaða lést í fyrra af brunasárum sem hann hlaut inni á baðherbergi sínu í Hátúni. 16.1.2008 04:15 Sea Sheperd liðum sleppt Japönsk yfirvöld hafa fyrirskipað lausn tveggja baráttumanna gegn hvalveiðum sem komust um borð japanskt í hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær. 15.1.2008 22:20 Díana vildi ekki að Karl yrði kóngur Dína prinsessa var á þeirri skoðun að eiginmaður sinn ætti ekki að verða konungur og að sleppa ætti einni kynslóð svo Vilhjálmur sonur hennar gæti fyrr tekið við krúnunni. 15.1.2008 21:10 Fyrrverandi dómstjóri: Ákvörðun Árna sorgleg Freyr Ófeigsson, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystri, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld að ákvörðun Árna Mathiesen um að skipa Þorstein Davíðsson dómara væri sorgleg og til þess fallin að rýra álit almennings á dómstólum. 15.1.2008 19:48 Sjá næstu 50 fréttir
Barnsrán á Spáni minnir á mál Madeleine Örvæntingarfull leit fer nú fram af fimm ára gamalli spænskri stúlku sem hefur verið saknað síðan á sunnudag þegar hún hvarf skammt frá heimili sínu í Huelva á Spáni. Stúlkan, Mari Luz Cortes, fór út að kaupa kartöfluflögur í hverfissjoppunni örfáar húsalengdir frá heimili sínu. Fjölskyldan fór að leita hennar þegar hún kom ekki til baka og tilkynnti um hvarfið. 16.1.2008 16:03
Lýst eftir 14 ára pilti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 14 ára pilti, Daníel Sigvaldasyni. Daníel er 172-175 sm á hæð, dökkhærður með stutt hár. 16.1.2008 15:51
Ég má láta hengja hann -nei ég Það er svo mikill losarabragur og ósætti í ríkisstjórn Íraks að þar er jafnvel ekki hægt að hengja menn sem búið er að dæma til dauða. 16.1.2008 15:37
Nærri 1900 greindir með klamydíu á síðasta ári 1863 manns greindust með klamydíu á síðasta ári samkvæmt því sem fram kemur í nýjasta hefti Farsóttarfrétta frá Landlæknisembættinu. Þar segir einnig að það aukning miðað við árið á undan. 16.1.2008 15:37
Ráðsmaður Díönu laug um hring Paul Burrell fyrrverandi ráðsmaður Díönu prinsessu kom fram sem vitni við réttarrannsóknina á dauða hennar í dag. Þar sagðist hann af ásettu ráði hafa haldið því leyndu að Dodi Fayed hafi gefið prinsessunni hring skömmu áður en þau létust í bílslysi. 16.1.2008 15:31
Hvöttu flokksbróður sinn til að setja Sundabraut í forgang Samgönguráðherra býst við að framkvæmdir við Sundabraut geti í fyrsta lagi hafist á næsta ári. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri - grænna, á Alþingi í dag. 16.1.2008 15:26
Sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður á tvítugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hann sló annan karlmann í andlitið á Ráðhústorgi í miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgi 2006. 16.1.2008 15:17
Milljarða sekt fyrir skipstapa Franski olíurisinn Total SA var í dag dæmdur til þess að greiða háa sekt og enn hærri bætur vegna olíuflutningaskipsins Eriku sem brotnaði og tvennt og sökk árið 1999. 16.1.2008 14:34
Hefur beðið eftir svari við fyrirspurn um útrásarmál í mánuði Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði á Alþingi í dag hvort útrásarmál orkufyrirtækja væru fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokknum of viðkvæm til þess að ráðherra gæti svarað fyrirspurn hennar. 16.1.2008 14:25
Lúðvík ósammála ráðherra um dómaraskipan Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ósamála Árna Mathiesen, settum dómsmálaráðherra, í dómaramálinu og hefur átt hreinskiptar umræður við hann um það. Þetta kom fram í máli þingmannsins við upphaf þingfundar í dag. 16.1.2008 13:59
Og forða oss frá kertum - Amen Rúmensk kirkja sem alfarið er búin til úr ís er svo vinsæl að gripið hefur verið til þess ráðs að banna að kveikja á kertum í kirkjunni, svo hún bráðni ekki. 16.1.2008 13:57
Loftbólurnar reyndust vera heitt vatn Kafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru við störf í Nauthólsvík um tvöleytið í dag. Tilkynning barst slökkviliði um að loftbólur bærust upp á yfirborð sjávar í víkinni og var kafað niður á botn til þess að kanna málið. Í ljós kom að um útstreymi heits vatns var að ræða og því engin hætta á ferðum. 16.1.2008 13:50
Jónatan Motzfeldt segir af sér Jónatan Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinnar hefur sagt af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 16.1.2008 13:24
Táragasi beitt gegn mótmælendum í Mombasa Lögregla í Kenía skaut táragasi að mótmælendum í ferðamannabænum Mombasa í dag. 16.1.2008 13:15
Hægri flokkur dregur sig út úr stjórn Olmerts Hægri flokkur sem er andvígur samningaviðræðum við Palestínumenn dró sig í morgun út úr samsteypustjórn Ehud Olmert í Ísrael. 16.1.2008 12:45
Fáfnismenn á hrakhólum Eigendur húsnæðisins við Frakkastíg þar sem mótorhjólaklúbburinn Fáfnir MC heldur til hafa sagt upp leigusamningnum við klúbbinn. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga sem eiga húsið, segir að þeir séu á leiðinni í burtu á næstunni en ekki liggi fyrir hvenær þeir þurfa að taka saman föggur sínar. 16.1.2008 12:35
Aukin etanólframleiðsla fyrir bíla hækkar áburðarverð Aukin framleiðsla á lífrænu etanóli til notkunar á bíla í stað bensíns er farin að valda hækkun á áburðarverði. 16.1.2008 12:34
Lítil loðnuveiði undanfarna daga Sáralítil loðnuveiði hefur verið undanfarna daga en nokkur loðnuskip eru djúpt austur af landinu. 16.1.2008 12:31
Ekki hægt að hleypa öllum að auðlindinni í sjónum Varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis segir að álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðistjórnunarkerfið sé ákveðið áfall fyrir Íslendinga. Formaður nefndarinnar segir ekki hægt að hleypa öllum að auðlindinni í sjónum vegna þess að þá yrðu veiðarnar stjórnlausar. 16.1.2008 12:27
Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir bókhaldsbrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 16,5 milljóna króna fyrir ýmis bókhaldsbrot í tengslum við starf hans sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður einkahlutafélags. 16.1.2008 12:03
Keníska lögreglan skaut mótmælanda til bana Lögreglan í Kenía skaut mann til bana í mótmælum stjórnarandstöðunnar í borginni Kisumu í dag. Alfred Onyango, íbúi og vitni að atburðinum, sagði að þegar lögreglan leysti upp eitt þúsund manna mótmæli, hefði hún skotið tvo menn, einn hefði látist og annar væri alvarlega slasaður. 16.1.2008 11:47
Ákærður fyrir að slá mann í höfuðið með gangstéttarhellubroti Karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir utan veitingastaðinn Kaffi Láru á Seyðisfirði í október í fyrra. 16.1.2008 11:15
Rússar ógna starfsmönnum British Council Bresk stjórnvöld segja að það sé ólíðandi að Rússar reyni að ógna starfsmönnum menningarstofnunar þeirra, British Council. 16.1.2008 11:02
Brá þegar dópaðir menn réðust inn í íbúð í Bökkunum Sara Rós Kavanagh segir að sér hafi brugðið mjög mikið þegar menn, undir áhrifum fíkniefna, réðust inn í íbúð hennar í Blöndubakka í Reykjavík. Þetta sagði hún í samtali við Í bítið á Bylgjunni. 16.1.2008 10:39
Ekki tilbúnir að kyngja klónuðu kjöti Japanir segja að þeir muni gera sínar eigin rannsóknir á því hvort kjöt af klónuðum skepnum sé hæft til manneldis. 16.1.2008 10:37
Aflaverðmæti eykst um 6,5 prósent fyrstu tíu mánuði 2007 Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 6,5 prósent á fyrstu tíu mánuðum ársins 2007 miðað við sömu mánuði árið 2006. Frá þessu er greint á vef Hagstofu Íslands. 16.1.2008 10:29
Saudi Arabía tekur vel í að auka olíuframleiðslu George Bush Bandaríkjaforseti vonast til þess að fundur hans með Abdullah, konungi Saudi Arabíu leiði til þess að samtök olíuframleiðsluríkja auki framleiðslu sína. 16.1.2008 10:21
Vinnustundum karla fækkar á milli ára Starfandi fólki á vinnumarkaði fjölgaði um 6.400 á fjórða ársfjórðungi síðasta árs frá sama tímabili árið áður og voru tæplega 180 þúsund manns á vinnumarkaði. 16.1.2008 10:16
Fundu fornsögulegt nagdýr á stærð við nautgrip Vísindamenn hafa greint frá steingerðri hauskúpu nagdýrs sem er það stærsta sem fundist hefur í heiminum. Nagdýrið var á stærð við nautgrip og var um eitt tonn að þyngd. 16.1.2008 10:08
Heildarafli dregst saman um þrjú prósent milli ára Heildarafli íslenskra skipa dróst saman um rúm þrjú prósent á föstu verði á síðasta ári miðað við árið 2006. Þetta leiða tölur Hagstofunnar í ljós. 16.1.2008 10:04
Varað við nýrri tegund Nígeríubréfa Embætti ríkislögreglustjóra varar við nýrri tegund svokallaðra Nígeríubréfa sem berast fólki í tölvupósti. 16.1.2008 09:57
Fidel Castro sagður við góða heilsu á ný Nýjar myndir af Fidel Castro leiðtoga Kúbu sýna að hann er í fínu formi í dag eftir langvarandi veikindi. 16.1.2008 09:23
Ítalska lögreglan ræðst gegn nígerísku mafíunni Nígeríska mafían hefur verið að koma sér fyrir í Evrópu á undanförnum árum. Ítalska lögreglan lét til skarar skríða gegn henni í vikunni og handtók tugi nígeríska glæpamanna 16.1.2008 09:20
Klónað kjöt hæft til manneldis í Bandaríkjunum Matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að kjöt af klónuðum dýrum og afkvæmum þeirra sé jafn öruggt til neyslu og kjöt af öðrum dýrum. 16.1.2008 09:18
Kaldasti vetur á Grænlandi í áratug Grænlendingar verða ekki mikið varir við hlýnun jarðar þessa daganna því veturinn þar í landi, það sem af er, mun vera sá kaldasti í áratug. 16.1.2008 09:09
Páfinn afboðar heimsókn í háskóla Benedikt páfi hefur afboðað heimsókn sína í virtan háskóla á Ítalíu eftir að kennarar við skólann mótmæltu skoðunum páfans á réttarhöldunum yfir Galileo. 16.1.2008 07:52
Engin stóróhöpp í umferðinni Fáir meiddust og engin alvarlega þrátt fyrir að minnsta kosti þrjátíu árekstra á höfuðborgarsvæðinu í gær. 16.1.2008 07:49
Margir liggja í valnum eftir sprengjuárás á Sri Lanka Að minnsta kosti 23 eru látnir eftir sprengjuárás á rútu á Sri Lanka í morgun og fimmtíu liggja sárir eftir. 16.1.2008 07:46
Loksins sigraði Romney Fréttaskýrendur eru farnir að líkja forkosningunum í Bandaríkjunum sem rússibanaferð þar sem allt getur gerst. Og nú var komið að Mitt Romney sem vann forkosningar Repúblikana í Michigan nokkuð örugglega. Hillary Clinton vann táknrænan sigur Demókrata. 16.1.2008 07:29
Vopnaðir dólgar gengu berserksgang í Breiðholti Tveir karlmenn í annarlegu ástandi vegna neyslu fíkniefna, og vopnaðir öxum, gengu berserksgang í tveimur stigagöngum fjölbýlishúsa í Bakkahverfi í Breiðholti undir kvöld í gærkvöld og skelfdu þar íbúana. 16.1.2008 07:24
Gullforði Seðlabankans: 700 milljóna verðhækkun Tæplega tveggja tonna gullforði Seðlabankans hefur aukist mjög að verðgildi undanfarnar vikur. Hann var fyrir einum og hálfum mánuði metinn á rúma þrjá milljarða króna, en slagar nú hátt upp í fjóra. Verðið nú miðað við heimsmarkaðsverð nemur um 3,7 milljörðum króna. Gullverð er í hæstu hæðum. Það hefur verið á uppleið á heimsmarkaði og hefur undanfarna tólf mánuði hækkað um 50 prósent. 16.1.2008 06:00
Hússjóður axlar einn ábyrgð á dauðslysi „Ef einhver ber hér ábyrgð þá erum það við og engir aðrir,“ segir Garðar Sverrisson, formaður hússjóðs Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ), um dauðaslys sem varð eftir að íbúi með framheilaskaða lést í fyrra af brunasárum sem hann hlaut inni á baðherbergi sínu í Hátúni. 16.1.2008 04:15
Sea Sheperd liðum sleppt Japönsk yfirvöld hafa fyrirskipað lausn tveggja baráttumanna gegn hvalveiðum sem komust um borð japanskt í hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær. 15.1.2008 22:20
Díana vildi ekki að Karl yrði kóngur Dína prinsessa var á þeirri skoðun að eiginmaður sinn ætti ekki að verða konungur og að sleppa ætti einni kynslóð svo Vilhjálmur sonur hennar gæti fyrr tekið við krúnunni. 15.1.2008 21:10
Fyrrverandi dómstjóri: Ákvörðun Árna sorgleg Freyr Ófeigsson, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystri, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld að ákvörðun Árna Mathiesen um að skipa Þorstein Davíðsson dómara væri sorgleg og til þess fallin að rýra álit almennings á dómstólum. 15.1.2008 19:48