Erlent

Fidel Castro sagður við góða heilsu á ný

Nýjar myndir af Fidel Castro leiðtoga Kúbu sýna að hann er í fínu formi í dag eftir langvarandi veikindi.

Veikindin hafa valdið því að Castro hefur ekki sést opinberlega í nær hálft annað ár. Það var Luiz da Silva forseti Brasilíu sem sýndi fréttamönnum þessar nýju myndir af Castro en da Silva átti langann fund með leiðtoganum í gær. Að sögn da Silva er Castro nú reiðubúinn að taka þátt í stjórn Kúbu á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×