Erlent

Og forða oss frá kertum - Amen

Rúmensk kirkja sem alfarið er búin til úr ís er svo vinsæl að gripið hefur verið til þess ráðs að banna að kveikja á kertum í kirkjunni, svo hún bráðni ekki.

Stjórnendur ískirkjunnar í Karpatafjöllum hafa fengið ógrynni óska frá fólki sem vill gifta sig í kirkjunni og skíra börn sín þar. Svo mikill fjöldi messa var haldinn með logandi kertum að innveggir kirkjunnar voru byrjaðir að bráðna.

Kirkjan er um 20 fermetrar að stærð og stendur í rúmlega tvö þúsund metra hæð við Balea vatn. Hún var byggð að athafnamanninum Arnold Kingleis sem reisti einnig íshótel nálægt kirkjunni.

Inge Florea talsmaður ískirkjunnar segir að fólk vilji eiga góðar og sérstakar minningar um hátíðlegar athafnir á borð við brúðkaup og skírnir. Það sé líklega ástæðan fyrir vinsældum kirkjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×