Erlent

Hægri flokkur dregur sig út úr stjórn Olmerts

Hægri flokkur sem er andvígur samningaviðræðum við Palestínumenn dró sig í morgun út úr samsteypustjórn Ehud Olmert í Ísrael.Stjórnin hefur þó áfram þingmeirihluta, eða 67 af 120 sætum á ísraelska þinginu.

Ísraelsher sagðist í dag hafa skotið til bana einn af leiðtogum hryðjuverkasamtakanna Heilags stríðs. Þeir ætluðu að handtaka hann í bæ á Vesturbakkanum en þá kom til skotbardaga og maðurinn, Walid Obeidi, var felldur.

Í gær féllu að minnsta kosti átján manns í árás Ísraela á Hamas-liða á Gaza-ströndinni, þeirra á meðal sonur helsta leiðtoga Hamas-samtakanna. Hamas-menn hafa undanfarið staðið fyrir flugskeytaárásum frá Gaza á Ísrael. Í gær særðust fjórir Ísraelar lítillega vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×