Erlent

Kaldasti vetur á Grænlandi í áratug

Grænlendingar verða ekki mikið varir við hlýnun jarðar þessa daganna því veturinn þar í landi, það sem af er, mun vera sá kaldasti í áratug.

Kuldinn er svo mikill við Diskóflóann að hann er allur ísilagður, sem hefur ekki gerst í fleiri ár. Raunar hefur Diskóflóinn verið íslaus frá árinu 2004 en nú mælist ísinn þar um 50 sentimetra þykkur.

Í Nuuk er frostið nú 20 til 25 gráður á celsíus og víða á Grænlandi er enn meira frost þessa daganna. Hinsvegar gera veðurfræðingar ráð fyrir að mildara veður sé á leiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×