Erlent

Páfinn afboðar heimsókn í háskóla

Benedikt páfi hefur afboðað heimsókn sína í virtan háskóla á Ítalíu eftir að kennarar við skólann mótmæltu skoðunum páfans á réttarhöldunum yfir Galileo.

Páfinn átti að halda setningarræðuna við háskólann sem staðsettur er í Róm. Í bréfi frá kennurum skólans þar sem skoðunum páfans á réttarhöldunum er mótmælt er vísað til ræðu sem páfinn hélt við sama tækifæri árið 1990. Á þeim tíma var Benedikt kardináli og notaði tækifærið til að réttlæta niðurstöðu réttarhaldanna.

Sem kunnugt er var Galileo dæmdur fyrir villutrú árið 1633 fyrir að halda því fram að jörðin snérist um sólu en ekki öfugt eins og kirkjan hélt fram á þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×