Erlent

Táragasi beitt gegn mótmælendum í Mombasa

Lögregla í Kenía skaut táragasi að mótmælendum í ferðamannabænum Mombasa í dag.

Fólkið var að mótmæla kosningunum í desember, sem stjórnarandstaðan segir að Kibaki forseti hafi unnið með svikum. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir þriggja daga mótmælum sem áttu að hefjast í dag.

Mombasa er miðstöð ferðamannaþjónustu í Kenía en margir óttast nú mjög um framtíð þeirrar atvinnugreinar í landinu. Alls hafa sex hundruð menn látið lífið í róstunum í Kenía og 250 þúsund manns misst eða flúið heimili sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×