Erlent

Keníska lögreglan skaut mótmælanda til bana

Kona gengur framhjá hópi óeirðalögreglumanna í miðborg Naíróbí í dag.
Kona gengur framhjá hópi óeirðalögreglumanna í miðborg Naíróbí í dag. MYND/AFP

Lögreglan í Kenía skaut mann til bana í mótmælum stjórnarandstöðunnar í borginni Kisumu í dag. Alfred Onyango, íbúi og vitni að atburðinum, sagði að þegar lögreglan leysti upp eitt þúsund manna mótmæli, hefði hún skotið tvo menn, einn hefði látist og annar væri alvarlega slasaður.

Kvikmyndatökumaður Reuters fréttastofunnar sagðist hafa séð lík með skotsárum á baki og hlið á götu borgarinnar.

Stjórnaranstaðan boðaði til þriggja daga mótmæla frá og með deginum í dag. Lögregla hefur bannað mannsöfnuð en rúmlega 600 manns hafa látist í óeirðum frá umdeildum úrslitum forsetakosninganna 27. desember síðastliðinn.

Í dag kemur nefnd virtra Afríkumanna, með Kofi Annan fyrrum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í broddi fylkingar, til þess að reyna að miðla málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×