Fleiri fréttir Loksins sigraði Romney Fréttaskýrendur eru farnir að líkja forkosningunum í Bandaríkjunum sem rússibanaferð þar sem allt getur gerst. Og nú var komið að Mitt Romney sem vann forkosningar Repúblikana í Michigan nokkuð örugglega. Hillary Clinton vann táknrænan sigur Demókrata. 16.1.2008 07:29 Vopnaðir dólgar gengu berserksgang í Breiðholti Tveir karlmenn í annarlegu ástandi vegna neyslu fíkniefna, og vopnaðir öxum, gengu berserksgang í tveimur stigagöngum fjölbýlishúsa í Bakkahverfi í Breiðholti undir kvöld í gærkvöld og skelfdu þar íbúana. 16.1.2008 07:24 Gullforði Seðlabankans: 700 milljóna verðhækkun Tæplega tveggja tonna gullforði Seðlabankans hefur aukist mjög að verðgildi undanfarnar vikur. Hann var fyrir einum og hálfum mánuði metinn á rúma þrjá milljarða króna, en slagar nú hátt upp í fjóra. Verðið nú miðað við heimsmarkaðsverð nemur um 3,7 milljörðum króna. Gullverð er í hæstu hæðum. Það hefur verið á uppleið á heimsmarkaði og hefur undanfarna tólf mánuði hækkað um 50 prósent. 16.1.2008 06:00 Hússjóður axlar einn ábyrgð á dauðslysi „Ef einhver ber hér ábyrgð þá erum það við og engir aðrir,“ segir Garðar Sverrisson, formaður hússjóðs Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ), um dauðaslys sem varð eftir að íbúi með framheilaskaða lést í fyrra af brunasárum sem hann hlaut inni á baðherbergi sínu í Hátúni. 16.1.2008 04:15 Sea Sheperd liðum sleppt Japönsk yfirvöld hafa fyrirskipað lausn tveggja baráttumanna gegn hvalveiðum sem komust um borð japanskt í hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær. 15.1.2008 22:20 Díana vildi ekki að Karl yrði kóngur Dína prinsessa var á þeirri skoðun að eiginmaður sinn ætti ekki að verða konungur og að sleppa ætti einni kynslóð svo Vilhjálmur sonur hennar gæti fyrr tekið við krúnunni. 15.1.2008 21:10 Fyrrverandi dómstjóri: Ákvörðun Árna sorgleg Freyr Ófeigsson, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystri, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld að ákvörðun Árna Mathiesen um að skipa Þorstein Davíðsson dómara væri sorgleg og til þess fallin að rýra álit almennings á dómstólum. 15.1.2008 19:48 Páfi lætur undan þrýstingi mótmælenda Benedikt páfi hætti í dag við að halda ræðu við skólasetningu einn virtasta háskóla Rómar á fimmtudag eftir að fyrirhuguð mótmæli nemenda og kennara ógnuðu því að varpa skugga á athöfnina. 15.1.2008 19:04 Undirbúa skaðabótamál gegn kreditkortafyrirtækjunum Á fundi í Kaupmannafélagi Akureyrar í morgun var ákveðið að hefja undibúning skaðabótamáls, þar sem kaupmennirnir kæra greiðslukortafyrirtækin sem viðurkennt hafa ólöglegt samráð og féllust á að greiða 735 milljónir króna í sekt vegna svindlsins. 15.1.2008 18:30 Segir málflutning Sigurðar Líndal honum til minnkunar Gagnrýni Sigurðar Líndals, lagaprófessors, á ráðningu Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara, er honum til minnkunar, segir forsætisráðherra. Hann segir flokkskírteini ekki hafa ráðið neinu varðandi ráðningu Þorsteins. 15.1.2008 18:48 Snjóþungt í Vestmannaeyjum Snjó kyngdi niður í Vestmannaeyjum í nótt og voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða fólk í morgunsárið. Vanalega er snjólétt á þessum syðsta hluta landsins, en árrisulir Eyjamenn lentu í vandræðum, og ekki bara árrisulir því umferð gekk afar hægt í dag. 15.1.2008 18:44 Getur Davíð gefið hlutlæga umsögn um Kaupþing? Valgerður Sverrisdóttir þingmaður Framsóknarflokksins velti því fyrir sér á Alþingi í dag hvort að Davíð Oddsson seðlabankastjóri gæti gefið hlutlæga umsögn um fyrirtækin Landic property og Kaupþing þegar forsagan væri höfð í huga. 15.1.2008 18:40 Áherslumunur milli formanna stjórnarflokkanna um viðbrögð í kvótamálinu Skýr áherslumunur er á milli formanna stjórnarflokkanna hvernig bregðast eigi við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenska fiskveiðistjórnun. 15.1.2008 18:40 Héraðsdómur féllst á kröfu um gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur féllst síðdegis í dag á kröfu um að fimm Litháar verði í áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 18. janúar en þeir réðust að lögreglumönnum við skyldustörf á Laugavegi aðfaranótt föstudags. 15.1.2008 18:19 Jarðsprengja banaði kanadískum hermanni Kanadískur hermaður lét lífið í Afganistan í dag þegar faratæki sem hann var farþegi í keyrði yfir jarðsprengju. Hann lést samstundis. Alls hafa tæplega 80 kanadískir hermenn látist í Afganistan síðan að Talbönum var steypt af stóli árið 2002. 15.1.2008 18:09 Mótmæla ákvörðun um að læknar hætti að manna neyðarbíl Læknar neyðarbílsins sendu í dag frá sér tilkynningu þar sem þeirri ákvörðun um að læknar hætti að manna neyðarbíl Landspítalans er mótmælt. Læknarnir skora á íbúa höfuðborgarsvæðisins að mótmæla þessari ákvörðun. 15.1.2008 17:12 Fagnar afnámi 24 ára reglunnar Svokölluð 24 ára regla verður felld úr útlendingalögum, samkvæmt frumvarpi sem dómsmálaráðherra hyggst leggja fram til breytingar á lögunum á vorþingi. Eins og lögin er nú, er gert ráð fyrir að erlendur ríkisborgari í hjúskap með íslenskum ríkisborgara þurfi að vera orðinn 24 ára til að öðlast dvalarleyfi á grundvelli hjúskaparins. 15.1.2008 16:45 Sjálfstæðismenn ánægðir með Össur Á félagsfundi í Sjálfstæðisfélagi Húsavíkur og nágrennis sem haldinn var í gær var mikilli ánægju lýst með heimsókn Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra til bæjarins og ummæli hans um fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík. Fundurinn ályktaði eftirfarandi: 15.1.2008 16:45 Björgunarsveitir kallaðar út að Laugarvatni Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út að Laugarvatni vegna bíla sem sitja fastir þar. Slæm færð er í uppsveitum Árnessýslu að sögn Bjarna Daníelssonar hjá björgunarsveitinni Ingunni. Hann varar fólk við því að vera á ferli að óþörfu. Ekki er vitað til að alvarleg slys hafi orðið í umferðinni það sem af er degi, þrátt fyrir mikla snjókomu og hálku á suð-vestanverðu landinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að umferðaróhöpp séu að minnsta kosti þriðjungi fleiri en á meðaldegi. 15.1.2008 16:29 Utanríkisráðherra leggur fram varnarmálafrumvarp Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur lagt fram frumvarp til varnarmálalaga á Alþingi, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. 15.1.2008 16:25 Í þriggja vikna varðhald vegna misheppnaðs ráns Starfsmaður Sunnubúðar sem handtekinn var í gær fyrir að sviðsetja rán í búðinni ásamt félaga sínum var í dag úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald og síbrotagæslu að sögn lögreglu. 15.1.2008 16:19 Þrautþjálfaðir slagsmálahundar áfram í gæsluvarðhaldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á það við dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur að gæsluvarðhald yfir fimm mönnum sem réðust á fíkniefnalögreglumenn í miðborginni á aðfararnótt föstudagsins síðasta. Mennirnir réðust að lögreglumönnunum sem voru við hefðbundið fíkniefnaeftirlit með þeim afleiðingum að fjórir þeirra slösuðust. 15.1.2008 16:00 Árás á lögreglumenn staðfestir nauðsyn öryggisráðstafana Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að tilefnislaus árás á fíkniefnalögreglumenn í miðbænum nýlega staðfesti nauðsyn þess að lögreglumenn geti gripið til öryggisráðstafana. 15.1.2008 15:42 Mazda brúar bilið Mazda Furai er ætlað að brúa bilið á milli kappakstursbíls og sportbíls, í nýjum götubíl. Nýi bíllinn er grundvallaður Le Mans kappaksursbíl. 15.1.2008 15:38 Á fjórða þúsund hermenn sendir til Íraks Bandaríkjamenn ætla að senda 3200 hermenn til Íraks til viðbótar við þá sem eru þar nú. Sky fréttastöðin greinir frá þessu. Gagnrýni á hersetu Bandaríkjamenn fer sífellt vaxandi og Bush Bandaríkjaforseti sagði fyrr í vikunni að tuttugu þúsund hermenn yrðu kallaðir heim frá Írak innan hálfs árs. 15.1.2008 15:30 Aukið eftirlit með áfengisakstri á þorranum Lögreglan verður með aukið eftirlit gagnvart ölvunarakstri þegar þorrinn hefst með tilheyrandi þorrablótum þann 25. janúar næstkomandi. 15.1.2008 15:17 Um tuttugu sagt upp því Samherji hættir rækjuvinnslu á Akureyri Rúmlega 20 manns verður sagt upp hjá Samherja í kjölfar þeirrar ákvörðunar fyrirtækisins að hætta rækjuvinnslu á Akureyri. Fram kemur í tilkynningu á heimasíðu félagsins að fundur hafi verið haldinn með starfsmönnunum og þeim tilkynnt um ákvörðunina. 15.1.2008 15:13 Árás á bandaríska sendiráðsbifreið Að minnsta kosti þrír létu lífið og fjölmargir særðust þegar sprengjuárás var gerð á bandaríska sendiráðsbifreið í Beirut, höfuðborg Líbanons í dag. 15.1.2008 15:12 Sögðu Sultartangavirkjun faglegan ruslahaug Forsvarsmenn Rafiðnaðarsambandsins bentu á það árið 2000 að Sultartangavirkjun væri faglegur ruslahaugur. Á þetta benti Gunnar Svavarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 15.1.2008 14:59 Borgarbúar duglegir að flokka ruslið Minna magn af óflokkuðu heimilissorpi mældist í tunnum borgarbúa árið 2007 heldur en 2006 að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. „Þetta eru tíðindi því magnið hefur aukist ár frá ári þangað til núna," segir Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri Skrifstofu neyslu og úrgangs á Umhverfissviði. 15.1.2008 14:55 Telur álit mannréttindanefndar SÞ ekki kalla á lagabreytingu Geir H. Haarde forsætisráðherra telur nýlegt álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í máli tveggja sjómanna ekki gefa sérstakt tilefni til lagabreytinga hér á landi. 15.1.2008 14:38 Reyndu að flækja skrúfu hvalveiðiskips Japanar segja að áður en tveir af liðsmönnum Sea Shepherd réðust um borð í hvalveiðiskip þeirra hafi skip Sea Shepherd reynd að flækja köðlum í skrúfu þess, auk þess sem áhöfnin hafi fleygt flöskum með sýru yfir á þilfar hvalveiðiskipsins. 15.1.2008 14:36 Engin alvarleg slys Ekki er vitað til að alvarleg slys hafi orðið í umferðinni það sem af er degi, þrátt fyrir mikla snjókomu á suð-vestanverðu landinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að umferðaróhöpp séu 21 talsins frá því klukkan sjö í morgun, sem er um þriðjungi meira en á meðaldegi. Lögreglan á Selfossi segir að færðin sé ákaflega slæm og vill beina þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni að óþörfu. 15.1.2008 14:36 Telur ráðherra hafa verið innan valdaheimilda sinna Geir H. Haarde telur að bæði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, hafi verið vel innan sinna valdheimilda þegar þeir hafi veitt þremur einstaklingum embætti nýlega. Hann átelur orð Sigurðar Líndal lagaprófessors í Fréttablaðinu í dag um dómaraskipan Árna. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á alþingi í dag. 15.1.2008 14:20 Stjórn Faxaflóahafna ósammála áliti Sundabrautarnefndar Stjórn Faxaflóahafna sf. er ekki sammála því að nauðsynlegt sé að efna til útboðs vegna Sundabrautar eins og kemur fram í niðurstöðum starfshóps ríkisstjórnarinnar og Faxaflóahafna. Í dag var til umræðu hjá stjórninni ný skýrsla starfshópsins og var samþykkt einróma eftirfarandi ályktun vegna málsins: 15.1.2008 13:49 Úrslitastund fyrir Romney í Michigan Forkosningar repúblíkana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember verða haldnar í Michigan-fylki í dag. 15.1.2008 13:15 Sex sakborningar ákærðir í Fáskrúðsfjarðarmálinu Alvar Óskarsson, Arnar Gústafsson, Bjarni Hrafnkelsson, Einar Jökull Einarsson, Guðbjarni Traustason og Marínó Einar Árnason hafa allir verið ákærðir fyrir aðild að Fáskrúðsfjarðarmálinu. 15.1.2008 13:07 Með yfir 24 þúsund barnaklámmyndir í tölvu sinni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa yfir 24 þúsund ljósmyndir og 750 hreyfimyndir sem flokkast sem barnaklám í tölvum sínum. 15.1.2008 13:03 Bundu hvalverndunarsinna við mastur hvalveiðiskips Japanskir hvalveiðimenn voru ekki að tvínóna við hlutina þegar tveir hvalaverndunarsinnar réðust um borð í skip þeirra í morgun til að mótmæla hvalveiðum Japana í Suður-Íshafi. Tvímenningarnir voru bundnir við mastur hvalveiðiskipsins. 15.1.2008 13:00 Enn á gjörgæslu eftir vinnuslys Starfsmaður í vöruhúsi Jóhanns Rönning við Klettagarða í Reykjavík slasaðist alvarlega þegar hann féll fjóra metra ofan á steingólf í húsi fyrirtæksins á sjöunda tímanum í gærkvöldi. 15.1.2008 12:42 Töluverðar umferðartafir í borginni í morgun vegna færðar Snjó kyngdi niður í Vestmannaeyjum í nótt og voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða fólk í morgunsárið. Töluverðar tafir urðu á umferð á höfuðborgarsvæðinu í morgun og fimm óhöpp urðu vegna færðar. 15.1.2008 12:39 Álit mannréttindanefndar SÞ ber að taka alvarlega Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að taka beri álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna vegna fiskveiðistjórnunarkerfisins alvarlega. Í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um að kvótakerfið verði endurmetið og sú vinna þurfi að fara sem fyrst á stað. 15.1.2008 12:35 Rán í Hlíðunum tengist ránum í 11-11 Ræningjarnir tveir sem skipulögðu rán í verslun í Hlíðunum í gær gengu beint í flasið á lögreglu sem var á staðnum þegar þeir réðust til atlögu. Ránið tengist tveimur öðrum ránum í verslunum 11-11. 15.1.2008 12:00 Hverfandi líkur á að loftsteinn rekist á Mars Vísindamenn segja nú að hverfandi líkur séu á því að risastór loftsteinn rekist á Mars er hann flýgur framhjá plánetunni í lok þessa mánaðar. 15.1.2008 11:57 Moon segir Störe hafa verið skotmark talibana Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir utanríkisráðherra Noregs og sendinefnd hans hafa verið skotmark talibana sem réðust á hótel í Kabúl í Afganistan í gær. 15.1.2008 11:53 Sjá næstu 50 fréttir
Loksins sigraði Romney Fréttaskýrendur eru farnir að líkja forkosningunum í Bandaríkjunum sem rússibanaferð þar sem allt getur gerst. Og nú var komið að Mitt Romney sem vann forkosningar Repúblikana í Michigan nokkuð örugglega. Hillary Clinton vann táknrænan sigur Demókrata. 16.1.2008 07:29
Vopnaðir dólgar gengu berserksgang í Breiðholti Tveir karlmenn í annarlegu ástandi vegna neyslu fíkniefna, og vopnaðir öxum, gengu berserksgang í tveimur stigagöngum fjölbýlishúsa í Bakkahverfi í Breiðholti undir kvöld í gærkvöld og skelfdu þar íbúana. 16.1.2008 07:24
Gullforði Seðlabankans: 700 milljóna verðhækkun Tæplega tveggja tonna gullforði Seðlabankans hefur aukist mjög að verðgildi undanfarnar vikur. Hann var fyrir einum og hálfum mánuði metinn á rúma þrjá milljarða króna, en slagar nú hátt upp í fjóra. Verðið nú miðað við heimsmarkaðsverð nemur um 3,7 milljörðum króna. Gullverð er í hæstu hæðum. Það hefur verið á uppleið á heimsmarkaði og hefur undanfarna tólf mánuði hækkað um 50 prósent. 16.1.2008 06:00
Hússjóður axlar einn ábyrgð á dauðslysi „Ef einhver ber hér ábyrgð þá erum það við og engir aðrir,“ segir Garðar Sverrisson, formaður hússjóðs Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ), um dauðaslys sem varð eftir að íbúi með framheilaskaða lést í fyrra af brunasárum sem hann hlaut inni á baðherbergi sínu í Hátúni. 16.1.2008 04:15
Sea Sheperd liðum sleppt Japönsk yfirvöld hafa fyrirskipað lausn tveggja baráttumanna gegn hvalveiðum sem komust um borð japanskt í hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær. 15.1.2008 22:20
Díana vildi ekki að Karl yrði kóngur Dína prinsessa var á þeirri skoðun að eiginmaður sinn ætti ekki að verða konungur og að sleppa ætti einni kynslóð svo Vilhjálmur sonur hennar gæti fyrr tekið við krúnunni. 15.1.2008 21:10
Fyrrverandi dómstjóri: Ákvörðun Árna sorgleg Freyr Ófeigsson, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystri, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld að ákvörðun Árna Mathiesen um að skipa Þorstein Davíðsson dómara væri sorgleg og til þess fallin að rýra álit almennings á dómstólum. 15.1.2008 19:48
Páfi lætur undan þrýstingi mótmælenda Benedikt páfi hætti í dag við að halda ræðu við skólasetningu einn virtasta háskóla Rómar á fimmtudag eftir að fyrirhuguð mótmæli nemenda og kennara ógnuðu því að varpa skugga á athöfnina. 15.1.2008 19:04
Undirbúa skaðabótamál gegn kreditkortafyrirtækjunum Á fundi í Kaupmannafélagi Akureyrar í morgun var ákveðið að hefja undibúning skaðabótamáls, þar sem kaupmennirnir kæra greiðslukortafyrirtækin sem viðurkennt hafa ólöglegt samráð og féllust á að greiða 735 milljónir króna í sekt vegna svindlsins. 15.1.2008 18:30
Segir málflutning Sigurðar Líndal honum til minnkunar Gagnrýni Sigurðar Líndals, lagaprófessors, á ráðningu Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara, er honum til minnkunar, segir forsætisráðherra. Hann segir flokkskírteini ekki hafa ráðið neinu varðandi ráðningu Þorsteins. 15.1.2008 18:48
Snjóþungt í Vestmannaeyjum Snjó kyngdi niður í Vestmannaeyjum í nótt og voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða fólk í morgunsárið. Vanalega er snjólétt á þessum syðsta hluta landsins, en árrisulir Eyjamenn lentu í vandræðum, og ekki bara árrisulir því umferð gekk afar hægt í dag. 15.1.2008 18:44
Getur Davíð gefið hlutlæga umsögn um Kaupþing? Valgerður Sverrisdóttir þingmaður Framsóknarflokksins velti því fyrir sér á Alþingi í dag hvort að Davíð Oddsson seðlabankastjóri gæti gefið hlutlæga umsögn um fyrirtækin Landic property og Kaupþing þegar forsagan væri höfð í huga. 15.1.2008 18:40
Áherslumunur milli formanna stjórnarflokkanna um viðbrögð í kvótamálinu Skýr áherslumunur er á milli formanna stjórnarflokkanna hvernig bregðast eigi við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenska fiskveiðistjórnun. 15.1.2008 18:40
Héraðsdómur féllst á kröfu um gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur féllst síðdegis í dag á kröfu um að fimm Litháar verði í áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 18. janúar en þeir réðust að lögreglumönnum við skyldustörf á Laugavegi aðfaranótt föstudags. 15.1.2008 18:19
Jarðsprengja banaði kanadískum hermanni Kanadískur hermaður lét lífið í Afganistan í dag þegar faratæki sem hann var farþegi í keyrði yfir jarðsprengju. Hann lést samstundis. Alls hafa tæplega 80 kanadískir hermenn látist í Afganistan síðan að Talbönum var steypt af stóli árið 2002. 15.1.2008 18:09
Mótmæla ákvörðun um að læknar hætti að manna neyðarbíl Læknar neyðarbílsins sendu í dag frá sér tilkynningu þar sem þeirri ákvörðun um að læknar hætti að manna neyðarbíl Landspítalans er mótmælt. Læknarnir skora á íbúa höfuðborgarsvæðisins að mótmæla þessari ákvörðun. 15.1.2008 17:12
Fagnar afnámi 24 ára reglunnar Svokölluð 24 ára regla verður felld úr útlendingalögum, samkvæmt frumvarpi sem dómsmálaráðherra hyggst leggja fram til breytingar á lögunum á vorþingi. Eins og lögin er nú, er gert ráð fyrir að erlendur ríkisborgari í hjúskap með íslenskum ríkisborgara þurfi að vera orðinn 24 ára til að öðlast dvalarleyfi á grundvelli hjúskaparins. 15.1.2008 16:45
Sjálfstæðismenn ánægðir með Össur Á félagsfundi í Sjálfstæðisfélagi Húsavíkur og nágrennis sem haldinn var í gær var mikilli ánægju lýst með heimsókn Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra til bæjarins og ummæli hans um fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík. Fundurinn ályktaði eftirfarandi: 15.1.2008 16:45
Björgunarsveitir kallaðar út að Laugarvatni Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út að Laugarvatni vegna bíla sem sitja fastir þar. Slæm færð er í uppsveitum Árnessýslu að sögn Bjarna Daníelssonar hjá björgunarsveitinni Ingunni. Hann varar fólk við því að vera á ferli að óþörfu. Ekki er vitað til að alvarleg slys hafi orðið í umferðinni það sem af er degi, þrátt fyrir mikla snjókomu og hálku á suð-vestanverðu landinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að umferðaróhöpp séu að minnsta kosti þriðjungi fleiri en á meðaldegi. 15.1.2008 16:29
Utanríkisráðherra leggur fram varnarmálafrumvarp Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur lagt fram frumvarp til varnarmálalaga á Alþingi, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. 15.1.2008 16:25
Í þriggja vikna varðhald vegna misheppnaðs ráns Starfsmaður Sunnubúðar sem handtekinn var í gær fyrir að sviðsetja rán í búðinni ásamt félaga sínum var í dag úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald og síbrotagæslu að sögn lögreglu. 15.1.2008 16:19
Þrautþjálfaðir slagsmálahundar áfram í gæsluvarðhaldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á það við dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur að gæsluvarðhald yfir fimm mönnum sem réðust á fíkniefnalögreglumenn í miðborginni á aðfararnótt föstudagsins síðasta. Mennirnir réðust að lögreglumönnunum sem voru við hefðbundið fíkniefnaeftirlit með þeim afleiðingum að fjórir þeirra slösuðust. 15.1.2008 16:00
Árás á lögreglumenn staðfestir nauðsyn öryggisráðstafana Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að tilefnislaus árás á fíkniefnalögreglumenn í miðbænum nýlega staðfesti nauðsyn þess að lögreglumenn geti gripið til öryggisráðstafana. 15.1.2008 15:42
Mazda brúar bilið Mazda Furai er ætlað að brúa bilið á milli kappakstursbíls og sportbíls, í nýjum götubíl. Nýi bíllinn er grundvallaður Le Mans kappaksursbíl. 15.1.2008 15:38
Á fjórða þúsund hermenn sendir til Íraks Bandaríkjamenn ætla að senda 3200 hermenn til Íraks til viðbótar við þá sem eru þar nú. Sky fréttastöðin greinir frá þessu. Gagnrýni á hersetu Bandaríkjamenn fer sífellt vaxandi og Bush Bandaríkjaforseti sagði fyrr í vikunni að tuttugu þúsund hermenn yrðu kallaðir heim frá Írak innan hálfs árs. 15.1.2008 15:30
Aukið eftirlit með áfengisakstri á þorranum Lögreglan verður með aukið eftirlit gagnvart ölvunarakstri þegar þorrinn hefst með tilheyrandi þorrablótum þann 25. janúar næstkomandi. 15.1.2008 15:17
Um tuttugu sagt upp því Samherji hættir rækjuvinnslu á Akureyri Rúmlega 20 manns verður sagt upp hjá Samherja í kjölfar þeirrar ákvörðunar fyrirtækisins að hætta rækjuvinnslu á Akureyri. Fram kemur í tilkynningu á heimasíðu félagsins að fundur hafi verið haldinn með starfsmönnunum og þeim tilkynnt um ákvörðunina. 15.1.2008 15:13
Árás á bandaríska sendiráðsbifreið Að minnsta kosti þrír létu lífið og fjölmargir særðust þegar sprengjuárás var gerð á bandaríska sendiráðsbifreið í Beirut, höfuðborg Líbanons í dag. 15.1.2008 15:12
Sögðu Sultartangavirkjun faglegan ruslahaug Forsvarsmenn Rafiðnaðarsambandsins bentu á það árið 2000 að Sultartangavirkjun væri faglegur ruslahaugur. Á þetta benti Gunnar Svavarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 15.1.2008 14:59
Borgarbúar duglegir að flokka ruslið Minna magn af óflokkuðu heimilissorpi mældist í tunnum borgarbúa árið 2007 heldur en 2006 að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. „Þetta eru tíðindi því magnið hefur aukist ár frá ári þangað til núna," segir Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri Skrifstofu neyslu og úrgangs á Umhverfissviði. 15.1.2008 14:55
Telur álit mannréttindanefndar SÞ ekki kalla á lagabreytingu Geir H. Haarde forsætisráðherra telur nýlegt álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í máli tveggja sjómanna ekki gefa sérstakt tilefni til lagabreytinga hér á landi. 15.1.2008 14:38
Reyndu að flækja skrúfu hvalveiðiskips Japanar segja að áður en tveir af liðsmönnum Sea Shepherd réðust um borð í hvalveiðiskip þeirra hafi skip Sea Shepherd reynd að flækja köðlum í skrúfu þess, auk þess sem áhöfnin hafi fleygt flöskum með sýru yfir á þilfar hvalveiðiskipsins. 15.1.2008 14:36
Engin alvarleg slys Ekki er vitað til að alvarleg slys hafi orðið í umferðinni það sem af er degi, þrátt fyrir mikla snjókomu á suð-vestanverðu landinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að umferðaróhöpp séu 21 talsins frá því klukkan sjö í morgun, sem er um þriðjungi meira en á meðaldegi. Lögreglan á Selfossi segir að færðin sé ákaflega slæm og vill beina þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni að óþörfu. 15.1.2008 14:36
Telur ráðherra hafa verið innan valdaheimilda sinna Geir H. Haarde telur að bæði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, hafi verið vel innan sinna valdheimilda þegar þeir hafi veitt þremur einstaklingum embætti nýlega. Hann átelur orð Sigurðar Líndal lagaprófessors í Fréttablaðinu í dag um dómaraskipan Árna. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á alþingi í dag. 15.1.2008 14:20
Stjórn Faxaflóahafna ósammála áliti Sundabrautarnefndar Stjórn Faxaflóahafna sf. er ekki sammála því að nauðsynlegt sé að efna til útboðs vegna Sundabrautar eins og kemur fram í niðurstöðum starfshóps ríkisstjórnarinnar og Faxaflóahafna. Í dag var til umræðu hjá stjórninni ný skýrsla starfshópsins og var samþykkt einróma eftirfarandi ályktun vegna málsins: 15.1.2008 13:49
Úrslitastund fyrir Romney í Michigan Forkosningar repúblíkana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember verða haldnar í Michigan-fylki í dag. 15.1.2008 13:15
Sex sakborningar ákærðir í Fáskrúðsfjarðarmálinu Alvar Óskarsson, Arnar Gústafsson, Bjarni Hrafnkelsson, Einar Jökull Einarsson, Guðbjarni Traustason og Marínó Einar Árnason hafa allir verið ákærðir fyrir aðild að Fáskrúðsfjarðarmálinu. 15.1.2008 13:07
Með yfir 24 þúsund barnaklámmyndir í tölvu sinni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa yfir 24 þúsund ljósmyndir og 750 hreyfimyndir sem flokkast sem barnaklám í tölvum sínum. 15.1.2008 13:03
Bundu hvalverndunarsinna við mastur hvalveiðiskips Japanskir hvalveiðimenn voru ekki að tvínóna við hlutina þegar tveir hvalaverndunarsinnar réðust um borð í skip þeirra í morgun til að mótmæla hvalveiðum Japana í Suður-Íshafi. Tvímenningarnir voru bundnir við mastur hvalveiðiskipsins. 15.1.2008 13:00
Enn á gjörgæslu eftir vinnuslys Starfsmaður í vöruhúsi Jóhanns Rönning við Klettagarða í Reykjavík slasaðist alvarlega þegar hann féll fjóra metra ofan á steingólf í húsi fyrirtæksins á sjöunda tímanum í gærkvöldi. 15.1.2008 12:42
Töluverðar umferðartafir í borginni í morgun vegna færðar Snjó kyngdi niður í Vestmannaeyjum í nótt og voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða fólk í morgunsárið. Töluverðar tafir urðu á umferð á höfuðborgarsvæðinu í morgun og fimm óhöpp urðu vegna færðar. 15.1.2008 12:39
Álit mannréttindanefndar SÞ ber að taka alvarlega Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að taka beri álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna vegna fiskveiðistjórnunarkerfisins alvarlega. Í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um að kvótakerfið verði endurmetið og sú vinna þurfi að fara sem fyrst á stað. 15.1.2008 12:35
Rán í Hlíðunum tengist ránum í 11-11 Ræningjarnir tveir sem skipulögðu rán í verslun í Hlíðunum í gær gengu beint í flasið á lögreglu sem var á staðnum þegar þeir réðust til atlögu. Ránið tengist tveimur öðrum ránum í verslunum 11-11. 15.1.2008 12:00
Hverfandi líkur á að loftsteinn rekist á Mars Vísindamenn segja nú að hverfandi líkur séu á því að risastór loftsteinn rekist á Mars er hann flýgur framhjá plánetunni í lok þessa mánaðar. 15.1.2008 11:57
Moon segir Störe hafa verið skotmark talibana Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir utanríkisráðherra Noregs og sendinefnd hans hafa verið skotmark talibana sem réðust á hótel í Kabúl í Afganistan í gær. 15.1.2008 11:53