Fleiri fréttir

Noriega aftur dæmdur til framsals til Frakklands

Í þriðja sinn hefur dómari í Maimi á Flórída dæmt að Manual Noriega fyrrum forseti Panama skuli framseldur til Frakklands þar sem hann hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti.

Bush hittir Abbas í dag

Í dag mun George Bush bandaríkjaforseti eiga fund með Abbas leiðtoga Palestínumanna og mun umræðuefnið verða landnám Ísraelsmanna og aðgerðir herskárra palestínumanna.

Haldið sofandi á gjörgæslu eftir bílslys

Karlmaður, sem fluttur var alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans, eftir bílslys á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu í gær, er haldið sofandi á gjörgæslu.

Braut sér leið úr brennandi húsi

Íbúi í parhúsi á Hvanneyri í Borgarfirði braut sér leið út um glugga, þegar eldur kom upp í húsinu laust fyrir klukkan fimm í nótt.

Kjaraviðræðum vísað til sáttasemjara

Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til sáttasemjara. „Við fengum svar um að ríkisstjórnin ætlaði ekki að koma til móts við okkur um persónuafsláttinn og það eru okkur slæmar fréttir," segir Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins

Aldrei minna veitt af rjúpu

Aldrei hefur verið veitt minna af rjúpum á Íslandi en nú í haust, ef undanskilin eru þau ár þegar rjúpnaveiði hefur verið bönnuð. Þetta kemur fram í könnun á rjúpnaveiði sem Skotveiðifélag Íslands hefur gert á meðal félagsmanna.

Íhuguðu að segja af sér

Dómnefndin sem fengin var til þess að meta hæfi umsækjenda um stöðu héraðsdómara við héraðsdóm norðulands eystra íhugaði að segja af sér vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra.

Clinton hjónin eflast við mótlæti

Hillary Clinton fagnar varnarsigri í forkosningunum í New Hampshire, eftir að allar kannanir höfðu spáð Barack Obama yfirgnæfandi sigri. Góður vinur Clinton hjónanna segir í einkaviðtali við Stöð tvö að þau taki ósigrum illa og séu aldrei ákveðnari en þegar á móti blæs.

Margir draga að henda jólatrénu

Þótt jólin séu liðin draga margir það í lengstu lög að taka niður jólaskreytingarnar. Þetta vita engir betur en þeir borgarstarfsmenn sem aka þessa dagana um götur Reykjavíkur og hirða upp jólatrén.

Segir rökstuðning ráðherra vera ósannfærandi

Rökstuðningur ráðherra vegna skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara er ósannfærandi að mati Sigurðar Línda, lagaprófessors. Hann segir nauðsynlegt að taka reglur um skipan dómara til endurskoðunar.

Þjóðarsátt fyrir bí og harka hlaupin í kjaraviðræður

Verkalýðshreyfingin segir tilraun til þjóðarsáttar í kjarasamningum fyrir bí eftir að ríkisstjórnin hafnaði tillögu um sérstakan persónuafslátt á lægstu laun og hótar því að kjarabætur verði nú sóttar af meiri hörku í garð atvinnurekenda. Hækkun fasteignaskatta sveitarfélaga hefur einnig hleypt illu blóði í kjaraviðræður.

Haldið sofandi á gjörgæslu eftir bílslys

Karlmaður, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans, eftir bílslys á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu í dag, er haldið sofandi á gjörgæslu.

Fór úr lið í hálkunni í gær

Tólf ára drengur féll illa í hálkunni í Kópavogi laust eftir hádegi í gær. Í fyrstu var talið að hann hefði fótbrotnað en svo reyndist þó ekki vera en drengurinn fór úr lið eftir því sem segir í frétt lögreglunnar.

Vill að Finnar gangi í NATO

Jan-Erik Enestam framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs mælir með aðild Finna að NATO í blaðagrein.

Margt skrýtið í kýrhausnum

Bandarískur maður sem sendi elskhuga eiginkonu sinnar blóðugan kýrhaus í pósti, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til samfélagsþjónustu.

Danir senda herskip til sjóræningjaveiða

Danska freigátan Thetis lagði úr höfn frá flotastöðinni í Frederikshavn í morgun til þess að prófa byssur sínar áður en hún verður send að ströndum Sómalíu.

Nýr samningur um menningarmál á Austurlandi

Menntamálaráðherra, iðnaðarráðherra og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi undirrituðu í dag þriggja ára samning um samstarf ríkis og allra níu sveitarfélaganna á Austurlandi um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu

Kibaki boðar Odinga til fundar á föstudag

Formaður Afríkubandalagsins ræddi við forseta Kenía og leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag í því skyni að semja um pólitíska lausn á upplausnarástandinu þar.

Sér nýtt tækifæri til friðar

Bush Bandaríkjaforseti kom í opinbera heimsókn til Ísraels í morgun. Hann sagðist við komuna sjá nýtt tækifæri til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs.

Segir tillögur um takmarkanir á uppgreiðslugjöldum litlu skipta

Fjármálaráðgjafi segir tillögur viðskiptaráðherra um takmarkanir á álagningu uppgreiðslugjalda lána á breytilegum vöxtum litlu skipta því enginn banki hérlendis fari fram á uppgreiðslugjald á slíkum lánum. Niðurfelling seðilgjalda skipti neytandann hins vegar miklu fari öll fjármálafyrirtæki eftir því.

Laugavegshúsin ekki á borð ráðherra fyrr en eftir tvær vikur

Nikulás Úlfar Másson, forstöðumaður Húsafriðunarnefndar, segir tilmæli nefndarinnar um að húsin á Laugavegi 4 og 6 verði friðuð muni ekki koma inn á borð menntamálaráðherra fyrr en eftir tvær vikur. Á fundi nefndarinnar í gær var ákveðið að vinna að tillögu þess efnis að húsin verði friðuð og í því ferli felst meðal annars að gefa eigendum húsanna færi á því að gera athugasemdir við tilmælin. Þeir hafa tvær vikur til þess að bregðast við.

Farið yfir það innan borgarkerfisins hvaða þýðingu tilmæli hafa

Verið er að fara yfir það innan borgarkerfisins hvaða þýðingu tilmæli Húsafriðunarnefndar til menntamálaráðherra um friðun Laugavegar 4 og 6 hefur fyrir borgina. Að sögn Guðmundar Steingrímssonar, aðstoðarmanns borgarstjóra, vill borgarstjóri bíða niðurstöðu þeirrar yfirferðar áður en hann tjáir sig frekar um málið.

Þið springið eftir tvær mínútur -myndband

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur sent frá sér myndbandsupptökur af því þegar fimm íranskir hraðbátar sigldu upp að bandarískum herskipum á Hormuz sundi um síðustu helgi og hótuðu að sprengja þau í loft upp.

Líftími reykskynjara um 10 ár

Líftími reykskynjara er almennt um 10 ár og þarf að skipta þeim út fyrir nýja að endingartíma loknum. Á þetta bendir Öryggismiðstöðin í tilkynningu sem send er út vegna tíðra og válegra eldsvoða að undanförnu.

45 daga fangelsi fyrir húsbrot og árás á konu

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 45 daga fangelsi, sem skilorðsbundið er til tveggja ára, fyrir að hafa ruðst inn í hús óboðinn og ráðist á konu sem þar var gestkomandi.

Sæll vertu, Obama frændi

Raila Odinga, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenía, heldur því fram að hann sé frændi Baracks Obama, forsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum.

Íslendingar hjá France 24 í áfalli

Ákvörðun Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta um að franska fréttastöðin France 24 hætti útsendingum á ensku og arabísku kemur starfsmönnum algjörlega í opna skjöldu. Þetta segir Sara M. Kolka fréttaframleiðandi sem hefur unnið að uppbyggingu stöðvarinnar frá því henni var hleypt af stokkunum fyrir rétt rúmu ári síðan.

Sjá næstu 50 fréttir