Fleiri fréttir

Flugeldaóðir unglingar í Grindavík

Lögreglan á Suðurnesjum var hvað eftir annað kölluð út í gærkvöldi vegna þess að unglingar í Grindavík voru að sprengja flugelda og heimatilbúnar sprengjur.

Heimildarmynd um Madeleine í bígerð

Foreldrar Madeleine McCann, stúlkunnar sem talið er að barnaníðingar hafi rænt, eiga nú í viðræðum við kvikmyndaframleiðendur um gerð heimildarmyndar um málið.

Lögreglan lýsir enn eftir 17 ára dreng

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Hans Aðalsteini Helgasyni. Hann er 17 ára, 183 sentímetrar á hæð, snoðklipptur, klæddur í gallabuxur og hvíta hettupeysu og í svörtum hjólabrettaskóm. Hans er saknað síðan á laugardag.

Hillary Clinton sigraði óvænt í New Hampshire

Hillary Clinton sigraði mjög óvænt í forkosningunum í New Hampshire þrátt fyrir að allar skoðanakannanir hefðu sýnt hið gagnstæða. John McCain er öruggur sigurvegari hjá Repúblikönum

Almenningur gæti tapað hundruðum milljóna

Eigendur Kaupangs, einkahlutafélagsins sem á húsin að Laugavegi 4-6 og byggingarrétt á lóðinni, segja að ef ákvörðun verði tekin um að friða húsin muni það leiða til þess að fjárfesting og kostnaður sem nemi hundruðum milljóna króna ónýtist og bótaskylda skapist sem lendi á skattgreiðendum.

Davíð Smári er fórnarlambið

Davíð Arnórsson sem varð fyrir fólskulegri árás Davíðs Smára Helenarsonar, þekkts ofbeldishrotta, segir að Davíð Smári sé fórnarlamb, en ekki þeir sem hafi þolað árásir af hendi hans.

„Rosa sjokk að vera tekinn"

Idol stjarnan, Karl Bjarni Guðmundsson eða Kalli Bjarni, segist gera ráð fyrir því að hefja afplánun næsta sumar. Þetta kom fram í viðtali við við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, í Kastljósinu í kvöld.

Borgar sig aldrei að gefast upp

„Ég get ekki sagt annað en að ég sé afar glaður yfir þessum fréttum enda liðin tæplega 3 ár síðan ég byrjaði að beita mér fyrir þessum málum," segir Ólafur F. Magnússon, forseti borgarstjórnar, þegar hann er spurður hvað honum finnist um ákvörðun Húsafriðunarnefndar um að beina því til menntamálaráðherra að húsin við Laugaveg 4 og 6 verði friðuð.

Laugavegshúsin verði friðuð

Húsafriðunarnefnd Ríkisins hefur ákveðið að beina þeim tilmælum til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, að húsin við Laugaveg 4 - 6 verði friðuð. Nikulás segir að það sé mat nefndarinnar að fyrirhugaðar nýbyggingar á reitnum rýri varðveislugildi Laugavegar 2 og séu auk þess ekki í takt við þá götumynd sem þessi hús eru mikilvægir hlekkir í.

Á tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut

Karlmaður á þrítugsaldri ók á 137 kílómetra hraða á Reykjanesbraut nærri Vífilsstaðavegi, þar sem hámarkshraði er 70. Tuttugu og þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Flest voru þau minniháttar en í tveimur tilfellum var um afstungu að ræða.

Margrét S. Frímannsdóttir á Litla-Hraun

Margrét S. Frímannsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, hefur verið sett forstöðumaður Fangelsisins Litla-Hrauni tímabundið frá 1. febrúar næstkomandi. Margrét er sett í embættið vegna leyfis Kristjáns Stefánssonar skipaðs forstöðumanns.

Ræða um rökstuðning Árna á næstunni

Nefndin sem fjallaði um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands fyrir jól kemur saman á næstu dögum til þess að ræða rökstuðning Árna Mathiesen, fjármálaráðherra og setts dómsmálaráðherra, fyrir því að skipa Þorstein Davíðsson í embættið.

Áfram í farbanni vegna Vesturgötumáls

Héraðsdómur Reykjaness féllst í dag á farbannskröfu lögreglunnar á Suðurnesjum yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa ekið á fjögurra ára gamlan dreng á Vesturgötu í Reykjanesbæ í lok nóvember með þeim afleiðinugm að drengurinn lést.

Á eina af merkustu uppgötvunum ársins

Dr. Yngvi Björnsson, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, á eina af uppgötvunum síðasta árs að mati hins virta vísindatímarits Science Magazine.

Tólf bjargað úr bruna

Tólf manneskjum var bjargað út úr fjölbýlishúsi í Jórufelli 4 í Breiðholti og fjórar fluttar á sjúkrahús með grun um reykeitrun þegar eldur kom upp í stigagangi og geymslu rétt upp úr hádegi. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsinu.

Bitist um skammstöfunina HRFÍ

Deilan um skammstöfunina HRFÍ virðist vera að magnast. Á dögunum sagði Vísir frá því að Hundaræktarfélagið Íshundar hefði skráð skammstöfunina HRFÍ til Einkaleyfastofu. Formaður Hundaræktarfélags Íslands, sem stofnsett var árið 1969 og hefur alla tíð notast við téða skammstöfun, hafði þá ekki heyrt af málinu en sagði að um blekkingarleik af hálfu Íshunda væri að ræða ef rétt væri.

Ich bin WO?

Roskinn Þjóðverji tók vitlausa beygju þegar hann var á heimleið eftir áramótafrí hjá frænku sinni. Í stað þess að keyra til Moers skammt frá Dusseldorf keyrði hann til Nibe í Danmörku, rúmlega 800 kílómetra leið.

Gefur lítið fyrir rökstuðning ráðherra

Guðmundur Kristjánsson hæstaréttarlögmaður hyggst kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar ákvörðunar Árna Mathiesen, setts dómsmálaráðherra, að skipa Þorstein Davíðsson í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóms Austurlands.

Allt á huldu um bruna síðustu daga

Grunur leikur á að kviknaði hafi í út frá kertum í íbúð við Tungusel í gærnótt. Rannsókn er þó ekki lokið en margt bendir til þess að það hafi kviknað í út frá kertunum.

Tvennt á sjúkrahús í Jórufellinu

Búið er að reyklosa stigaganginn í Jórufelli 4 þar sem eldur kom upp í dag. Fjórum manneskjum var bjargað úr íbúð sinni með körfubíl og fóru tvær þeirra á sjúkrahús.

Konan í Tunguseli útskrifuð í dag

Helga Elísdóttir, móðir konunnar sem bjó í íbúðinni í Tunguseli sem eyðilagðist í eldi í gær, segir að dóttir sín og synir hennar tveir séu við góða líkamlega heilsu en að þau glími enn við andlega áfallið. Konan verður útskrifuð af sjúkrahúsi síðar í dag. Vinur fjölskyldunnar fórst í brunanum en áður tókst honum að bjarga konunni og drengjunum tveimur sem eru tólf og sjö ára gamlir.

Vont hjónaband

Eiginkona í Þýskalandi batt enda á misheppnað hjónaband með því að höggva eiginmann sinn í spað og sturta honum niður um klósettið.

Skiptahlutur hjá Samvinnutryggingum rýrnar vegna hlutabréfa

Enn dregst á langinn um óákveðinn tíma að endurgreiða um 40 þúsund tryggingatökum í Samvinnutryggingum eignarhlut þeirra í félaginu. Á meðan rýrnar skiptahluturinn vegna hlutabréfakaupa og lækkunar á verðbréfamarkaði.

Fyrirtæki verði við kröfu ráðherra

Talsmaður neytenda fagnar tillögum viðskiptaráðherra um afnám seðilgjalda. Hann segir að verði fyrirtæki ekki við kröfu ráðherra taki þau áhættu á að neytendur eigi endurgreiðslukröfu á hendur þeim vegna ólögmætrar gjaldtöku.

Seta í bókmenntadómnefnd talin Þorsteini til tekna

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra tínir til setu Þorsteins Davíðssonar í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar á vegum Reykjavíkurborgar sem eina af röksemdum sínum fyrir skipun hans í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands.

Eldurinn slökktur og fólki bjargað með körfubíl

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur slökkt eld í stigagangi í Jórufelli 4 í Breiðholti. Að sögn vettvangsstjóra á staðnum var kveikt í geymslum í húsinu sem er fjölbýlishús. Að minnsta kosti tíu manns voru innandyra og var þeim bjargað út um glugga með körfubíl.

Staðlað eyðublað vegna meðmælenda tilbúið

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur látið hanna staðlað eyðublað fyrir þá sem hyggjast safna meðmælendum fyrir forsetaframboð. Þetta kemur fram á vef dómsmálaráðuneytisins. Þar segir einnig að meðmælendur skuli rita með eigin hendi á eyðublaðið en tekið er fram að meðmæli séu gild þótt þau berist ekki á eyðublaðinu.

Ólafur Örn meðal þriggja sem komu til greina í starf ferðamálastjóra

Ólafur Örn Haraldsson, fyrrverandi forstjóri Ratsjárstofnunar og forseti Ferðafélags Íslands, var einn þeirra þriggja sem komu helst til greina í starf ferðamálastjóra en ráðið var í stöðuna á dögunum. Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu, sem einnig var í þriggja manna hópnum, íhugar að leita eftir rökstuðningi iðnaðarráðherra fyrir ráðningunni.

Samsteypustjórn í Kosovo

Albanar í Kosovo hafa loks náð samkomulagi um tveggja flokka samsteypustjórn sem á að leiða héraðið til sjálfstæðis á næstu mánuðum.

Heilsu Suharto hrakar

Suharto fyrrum forseti Indónesíu liggur nú alvarlega veikur á sjúkrahúsi í Jakarta höfuðborg Indónesíu. Suharto var fluttur með hraði á spítalann í síðustu viku hjárta og nýrnavandamál sem valda blóðleysi og lágum blóðþrýstingi.

Ráðherra Sri Lanka lést í sprengjutilræði

DM Dassanayake ráðherra uppbyggingarmála á Sri Lanka lést á sjúkrahúsi í dag eftir að hafa orðið fyrir öflugri sprengju við vegkant nálægt höfuðborginni Colombo. Sjö aðrir slösuðust í árásinni sem Tamiltígrar hafa verið ásakaðir um að standa fyrir.

Sjá næstu 50 fréttir