Erlent

Hátt í 15 saknað eftir sprengingu í Rússlandi

Húsið í Kazan hrundi að hluta í sprengingunni.
Húsið í Kazan hrundi að hluta í sprengingunni. MYND/AP

Kona lést og um 15 annarra er saknað eftir sprengingu í fjölbýlishúsi í rússnesku borginni Kazan í morgun.

Sprengingin var svo öflug að hluti hússins hrundi og er enn leitað að fólki í rústum þess. Tvennt hefur þegar verið flutt á sjúkrahús eftir sprenginguna. Talið er líklegt að um gassprengingu hafi verið ræða en þær eru nokkuð tíðar í Rússlandi þar sem viðhaldi húsa er víða ábótavant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×