Erlent

Bush hittir Abbas í dag

Í dag mun George Bush bandaríkjaforseti eiga fund með Abbas leiðtoga Palestínumanna og mun umræðuefnið verða landnám Ísraelsmanna og aðgerðir herskárra palestínumanna.

Bush er annar forseti Bandaríkjanna sem heimsækir Vesturbakkann en Bill Clinton koma þangað árið 1998. Gríðarlegar öryggisaðgerðir eru í gangi á Vesturbakkanum vegna fundar Bush og Abbas.

Ekki er reiknað með miklum árangri af fundinum þar sem Abbas hefur aðeins stjórn á helmingi af landsvæðum í Palestínu. Hinir herskáu Hamas-samtök ráða á Gaza-svæðinu en Bandaríkjastjórn vill ekki ræða við þau samtök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×