Erlent

Páfinn lýsir yfir hrifingu sinni á fótboltaiðkun

Benedikt páfi segir að fótbolti gengi lykilhlutverki við að kenna ungu fólki mikilvægustu þætti lífsins eins og heiðarleika, samstöðu og bræðralag.

Páfinn hefur þó áhyggjur af spillingu innan íþróttarinnar en segir að komandi kynslóðir geti lært af þeim mistökum. Þessi orð lét páfinn falla er hann átti fund með sendinefnd frá ítalska knattspyrnusambandinu.

Á fundinum lét páfinn einnig þau orð falla að hann væri aðdáandi þýska félagsins Bayern Munchen, enda er páfinn af þýskum ættum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×