Erlent

Ódýrasti bíll heims á Indlandsmarkað

Indverski bílaframleiðandinn Tata Motors ætlar að setja ódýrasta bíl heims á markað.

Bíllinn er einkum ætlaður fyrir heimamarkaðinn í fyrstu og kostar aðeins um 150.000 krónur. Þótt smátriði um bílinn séu ekki þekkt mun vera um fjögurra sæta bíl að ræða með 0,6 lítra vél. Til bráðabirgða mun hann nefndur Bíll fólksins.

Mikill efnahagsuppgangur hefur verið á Indlandi undanfarin ár og nú eru þar milljónir manna sem hafa efni á að skipta á mótorhjóli sínu fyrir Bíl fólksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×