Fleiri fréttir Lagt til að búðunum við Guantanamo-flóa verði lokað Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu Þjóðanna leggur til að fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu verði lokað. Í skýrslu frá rannsakendunum, sem bandaríska dagblaðið Los Angeles Times hefur komist yfir, segir að meðferð fanganna þar stangist á við alþjóðalög og að þeir megi þola hreinar og beinar pyntingar. 14.2.2006 07:08 Aðhefst ekkert vegna þriggja samruna Samkeppnisstofnun hefur ákveðið að aðhafast ekkert vegna þriggja samruna fyrirtækja. Um er að ræða kaup Kvosar, sem meðal annars á Odda og Tímaritaútgáfuna Fróða á Skólavörðubúðinni, kaup Pennans á Bókabúð Keflavíkur og Samruna Saga Film og Storms ehf. 13.2.2006 23:30 Breska þingið samþykkir lög um nafskírteini Breska þingið samþykkti í kvöld frumvarp ríkisstjórnar Tonys Blairs, forsætisráðherra, um nafnskírteini. Frumvarpið var samþykkt naumlega með 310 atkvæðum gegn 279. 13.2.2006 22:31 Pólska þingið verður ekki rofið Þing verður ekki rofið og ekki verður boðað til kosninga fyrr en ella samkvæmt ákvörðun Kaczynski, Póllandsforseta, sem hann kynnti í kvöld. Í dag var síðasta tækifæri forsetans á þessu kjörtímabili til að beita stjórnskipulegu valdi sínu og rjúfa þing. Fjölmiðlar höfðu heimildir fyrir því að forsetinn ætlaði að leysa upp þing til að refsa þingmönnum fyrir að hafa ekki samþykkt fjárlög í síðasta mánuði. 13.2.2006 22:26 Komið til móts við fækkun rýma á Sólvangi Tíu dvalarrýmum á Hrafnistu í Hafnarfirði verður breytt í hjúkrunarrými til að koma til móts við fækkun rýma á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi í dag þar sem kynntar voru tillögur nefndar um uppbyggingu öldrunarþjónustu í Hafnarfirði. 13.2.2006 22:16 Abbas fær víðtækari völd - Hamas-liðar ævareiðir Hamas-samtökin eru ævareið vegna þeirrar ákvörðunar fráfarandi þings palestínsku heimastjórnarinnar að veita Mahmoud Abbas, forseta, víðtæk völd til viðbótar þeim sem hann hefur nú þegar. 13.2.2006 22:16 Sekt fyrir verðsamráð Félag íslenskra hljómlistarmanna verður að greiða hundrað þúsund krónur í sekt í ríkissjóð fyrir ólöglegt verðsamráð. 13.2.2006 21:45 Atvinnuleysi eykst lítillega Atvinnuleysi í janúar var lítillega meira en í desember en samt nær tvöfalt minna en í janúar á síðasta ári. Atvinnuleysi mældist 1,6 prósent í síðasta mánuði en eitt og hálft prósent í mánuðinum á undan. Í janúar á síðasta ári mældist atvinnuleysi þrjú prósent. 13.2.2006 21:21 Önnur sprengjuárás á fjórum dögum Að minnsta kosti sex særðust alvarlega en enginn týndi lífi þegar sprengja sprakk í stórmarkaði í Istanbúl, stærstu borg Tyrklands, í dag. Þetta er önnur sprengjuárásin þar í borg á fjórum dögum. 13.2.2006 20:57 Átta kíló af kókíni gerð upptæk á Kastrup 35 ára gamall Spánverji var handtekinn með átta kíló af kókíni á Kastrup flugvelli í gær. Maðurinn kom með flugvél frá Rio de Janeiro í Brasilíu og var stöðvaður á landgöngubrúnni frá flugvélinni að flugstöðvarbyggingunni. Maðurinn hefur verið dæmdur í 25 ára gæsluvarðhald, þar af 11 daga íeinangrun. 13.2.2006 20:56 Þakið rifið af stúku Laugardalsvallar Sjö tonn af stáli og timbri svifu um loftið í Laugardalnum um kvöldmatarleytið þegar starfsmenn Ístaks voru á fullu við að rífa þakið á gömlu stúkunni á Laugardalsvelli. 13.2.2006 20:30 Mikil flóð í Kína Ekki er vitað um mannfall í miklum flóðum í norður og norð-vestur Kína síðustu daga. Mikið hefur flætt vegna ofankomu en einnig hefur flætt þar sem snjór og ís hefur bráðnað. 13.2.2006 20:15 Fuglaflensa á Ítalíu og í Grikklandi Evrópusambandið ætlar að herða eftirlit með svæðum á Ítalíu þar sem hið hættulega H5N1 afbrigði fuglaflensu hefur greinst í villtum fuglum. Flensan hefur einnig greinst í fuglum í Norður-Grikklandi en tilfellin þar og á Ítalíu eru þau fyrstu í ríkjum Evrópusambandsins. 13.2.2006 20:12 37 milljón króna viðbótartekjur fyrir ríkissjóð Ríkissjóður ætlar að ná 37 milljóna króna viðbótartekjum með því að hækka gjald fyrir íslenskan ríkisborgararétt og með gjalddtöku á rafræna áskrift að Lögbirtingarblaðinu. Þetta upplýsti fjármálaráðherra við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. 13.2.2006 20:07 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bíða enn samnings Engar niðurstöður liggja fyrir með endurnýjun kjarasamninga milli Launanefndar sveitafélaga og Landsambands slökkviðsmanna- og sjúkraflutningamanna að svo stöddu. Fulltrúar beggja aðila fóru yfir stöðu mála á fundi í dag og þá möguleika sem væru fyrir hendi, en kjarasamningur landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Launanefndar sveitafélaga rann út um áramótin. 13.2.2006 20:07 Íranar ætla að auðga úran Íranar ætla að hefja auðgun úrans þann 7. mars næstkomandi. Þeir hafa frestað viðræðum við Rússa um að þeir auðgi fyrir þá úran í Rússlandi og flytji það til Írans. Bandaríkjamenn hafa sagt að það komi ekki til greina að Íranar fái að halda áfram áætlunum sínum og útiloka ekki árásir á landið. 13.2.2006 20:01 Langt að aka en stutt að ganga Langt er að fara akandi á milli húsa í nýjustu hverfum Kópavogs og Seljahverfisins í Reykjavík þótt aðeins fáir metrar séu á milli húsanna. Formaður skipulagsráð Kópavogs segir íbúa Seljahverfisins ekki hafa viljað tengingu á milli hverfanna og því sé þetta niðurstaðan. 13.2.2006 19:56 Syntu 100-150 metra í land þegar bátur þeirra sprakk Tveir tólf ára drengir voru hætt komnir þegar gúmmíbátur þeirra sprakk á Hvaleyrarvatni um helgina. Drengirnir náðu að synda í land þar sem móðir annars þeirra óð í vatnið á móti þeim. Drengjunum heilsast vel og þeir eru ánægðir með að vera á lífi eftir þennan hildarleik. 13.2.2006 19:33 Breytingar á vörugjöldum til að lækka matvælaverð Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, boðar breytingar á vörugjöldum til að lækka matvælaverð. Hann vonast til að nefnd, sem hann skipaði til að kanna orsakir hás verðlags matvæla hérlendis, skili tillögum í haust. 13.2.2006 19:16 Oktavía segir vistaskipti sín ekki vera mistök Oktavía Jóhannesdóttir, sem bauð sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna á Akureyri um helgina eftir að hafa gengið úr Samfylkingunni skömmu fyrir áramót, segir vistaskiptin ekki hafa verið mistök. Oktavía sóttist eftir fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins en endaði í því fimmtánda. 13.2.2006 19:12 Mislæg gatnamót hringvegar í Reykjavík boðin út Vegagerðin hefur boðið út gerð mislægra gatnamóta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar ofan Grafarvogs 13.2.2006 19:08 Samstarf með Sjálfstæðisflokki ólíklegt Borgarstjóraefni Samfylkingarinnar telur að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki samleið í borgarstjórn vegna málefnaágreinings. Hann telur hins vegar að gömlu R-lista flokkarnir geti unnið saman áfram. 13.2.2006 18:56 Borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar ýtt til hliðar Oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir sigur Dags B. Eggertssonar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík ekki koma á óvart og bendir á að borgarstjóra og oddvita flokksins í borginni hafi verið ýtt til hliðar. 13.2.2006 18:47 Þingkosningar í Póllandi? Flest bendi til að Kaczynski, forseti Póllands, leysi upp þing landsins og boði til þingkosninga í ræðu sem hann heldur í kvöld. Sú ákvörðun væru svar hans við þeirri ákvörðun þingsins að samþykkti ekki fjárlög þegar greidd voru atkvæði um þau í lok janúar. 13.2.2006 17:45 Skorað á Símann að opna aftur á Laugavegi Þróunarfélag miðborgarinnar skorar á Símann að endurskoða þá ákvörðun sína að loka verslun sinni við Laugaveg. Félagið hvetur Símann til að hefja þar verslunarrekstur á ný hið fyrsta. 13.2.2006 17:41 Mannskæð sprenging í Afganistan Fjórir bandarískir hermenn féllu þegar sprengja sprakk í Afganistan í dag. Hermennirnir voru við eftirlit í Uruzgan-héraði ásamt afgönskum hersveitum þegar sprengja sprakk undir bíl þeirra með fyrrgreindum afleiðingum. 13.2.2006 17:38 Bandaríkjamenn útiloka ekki hernaðaraðgerðir gegn Íran Bandaríkjamenn útiloka ekki hernaðaraðgerðir gegn Íran, en munu reyna samningaviðræður fram í lengstu lög. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í sjónvarpsþætti í gær. 13.2.2006 17:33 Viðræður um tollalækkun og afnám útflutningsálags Viðræður eru fyrirhugaðar milli fulltrúa Íslands og Evrópusambandsins um mögleika á frekari tollalækkunum á sjávarafurðum gegn hugsnlegu afnámi útflutningsálags á ferskan fisk. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, átti í dag fund með Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB. 13.2.2006 17:06 Ungum sjálfstæðismönnum hafnað: Ungir sjálfstæðismenn á Akureyri eru ósáttir við rýran hlut ungmenna að loknu prófkjöri flokksins á Akureyri. Þeir segja eldra fólkið hafa hafnað ungliðunum í kjörinu og niðurstaðan sé kjaftshögg. 13.2.2006 16:34 Saddam Hússein lætur ófriðlega í réttarsal Réttarhöldunum yfir Saddam Hússein, fyrrverandi forseta Íraks, var í frestað fram á morgun eftir viðburðarríkan dag í réttarsalnum. Saddam lét þá loks sjá sig eftir nokkurra daga fjarveru en hann virtist þó fyrst og fremst hafa mætt til að valda óskunda. 13.2.2006 16:13 Flugi Icelandair frá New York seinkaði um 6 tíma Forráðamenn Icelandair hafa ekki farið varhluta af óveðrinu á austurströnd Bandaríkjanna undanfarna daga. Farþegavél félagsins sem átti að lenda hér á landi klukkan sex í morgun seinkaði umtalsvert og lenti á Keflavíkurflugvelli sex tímum á eftir áætlun. 13.2.2006 16:08 Snjóbylur í Bandaríkjunum Mörg þúsund opinberir starfsmenn á austurströnd Bandaríkjanna hafa í dag reynt hvað þeir geta til að koma borgurum til vinnu eftir mesta bylur sem sögur fara af á svæðinu. Borgaryfirvöld í New Yorkhafa meira að segja gripið til þess ráðs að ráða starfsmenn tímabundið með tíu dali á tímann til að moka burt mesta snjónum. 13.2.2006 16:04 Ekkert lát á voðaverkum í Írak Bið fátækra Íraka eftir matarstyrk breyttist í martröð í morgun, þegar maður hlaðinn sprengiefni gekk að röðinni og sprengdi sig í loft upp. En í skugganum af hrinu ódæðisverka virðist ný ríkisstjórn loks í sjónmáli í Írak. 13.2.2006 15:33 Telur Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn ekki eiga samleið Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, telur að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki samleið í borgarstjórn. Hins vegar geti gömlu R-listaflokkarnir unnið saman áfram þar sem enginn málefnaágreiningur sé á milli þeirra. 13.2.2006 15:25 Þarf ekki í umhverfismat Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að ekki þurfi að fara fram umhverfismat vegna lagningar hitaveitu í Grundafirði. Í ákvörðun stofnunarinnar segir að sjónræn áhrif veitunnar og hávaði verði óveruleg auk þess sem lagningin hafi engin neikvæð áhrif á fornleifar. 13.2.2006 14:57 Landsbankinn hættir á tveimur stöðum Landsbankinn hættir í næsta mánuði rekstri útibúa sinna á Kópaskeri og Raufarhöfn. Bankinn hefur selt Sparisjóði Þórshafnar afgreiðslur sínar á þessum stöðum og tekur Sparisjóðurinn til starfa á Raufarhöfn í stað Landsbankans. 13.2.2006 13:48 Frítt í sund í Sandgerði Sandgerðingar geta frá og með miðvikudeginum næstkomandi synt og baðað sig að lyst, því bæjarstjórnin ákvað á síðasta fundi sínum að fella niður aðgangseyri í sundlaug bæjarins um óákveðinn tíma. 13.2.2006 13:45 Búist við góðri síldarvertíð Íslenskir síldveiðimenn eru bjartsýnir vegna mikillar síldargegndar við Noregsstrendur. Gríðarlegt magn síldar úr norsk-íslenska síldarstofninum mun hrygna við Noregsstrendur í vor og búast menn við að mikið af þeim fiski skili sér til Íslands í sumar. 13.2.2006 13:43 Misvísandi spár um verðbólguþróun Greiningardeildir bankanna eru klofnar í afstöðu sinni til þess hvort verðbólga hækki eða lækki á næstunni. 13.2.2006 13:21 200 milljarða króna markið rofið Útgáfa erlendra skuldabréfa í innlendri mynt er komin yfir 200 milljarða króna markið. Það var ný útgáfa Deutsche Bank á föstudag sem rauf 200 milljarða króna markið. 13.2.2006 13:15 Slasaður sjómaður sóttur við slæm skilyrði Björgunarbáturinn Ingibjörg frá Höfn í Hornafirði fór í morgun í brimi, þoku og mikilli ölduhæð til móts við fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA til að sækja slasaðan skipverja þar um borð. 13.2.2006 13:06 Samningafundur hjá LN og slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum Samninganefndir launanefndar sveitarfélaganna og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna funda í Karphúsinu nú klukkan eitt um kjaramál síðarnefnda hópsins, en eins og greint hefur verið frá höfnuðu slökkviliðs- sjúkraflutningamenn tilboði launanefndarinnar um 24 prósenta launahækkun fyrir helgi. 13.2.2006 12:49 Ætlar að berjast fyrir bættri stöðu sjálfstæðra skóla Talsmaður Samfylkingarinnar í menntamálum segist ætla að beita sér fyrir því að fleiri sjálfstætt starfandi skólum verði komið á fót í höfuðborginni. Þetta sjónarmið gengur þvert á málflutning R-listans undanfarin ár. 13.2.2006 12:45 Telja hval hafa hrundið af stað leit Nú er talið fullvíst að hvalur hafi hrundið af stað umfangsmikilli leit úr lofti, á sjó og með ströndum út af norðanverðu Seltjarnarnesi og á voginum út af Ánanaustum í gærkvöldi. 13.2.2006 12:30 Saddam með ólæti í réttarsal Saddam Hússein lét loks sjá sig við réttarhöld yfir honum í morgun. Hann virtist þó fyrst og fremst hafa mætt til að valda óskunda. Saddam kvartaði sáran yfir að vera neyddur til að mæta og hrópaði ,,niður með Bush og lengi lifi hin íslamska þjóð." Ekki er vitað til að honum hafi verið vísað úr réttarsalnum enn sem komið er. 13.2.2006 12:02 Sjá næstu 50 fréttir
Lagt til að búðunum við Guantanamo-flóa verði lokað Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu Þjóðanna leggur til að fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu verði lokað. Í skýrslu frá rannsakendunum, sem bandaríska dagblaðið Los Angeles Times hefur komist yfir, segir að meðferð fanganna þar stangist á við alþjóðalög og að þeir megi þola hreinar og beinar pyntingar. 14.2.2006 07:08
Aðhefst ekkert vegna þriggja samruna Samkeppnisstofnun hefur ákveðið að aðhafast ekkert vegna þriggja samruna fyrirtækja. Um er að ræða kaup Kvosar, sem meðal annars á Odda og Tímaritaútgáfuna Fróða á Skólavörðubúðinni, kaup Pennans á Bókabúð Keflavíkur og Samruna Saga Film og Storms ehf. 13.2.2006 23:30
Breska þingið samþykkir lög um nafskírteini Breska þingið samþykkti í kvöld frumvarp ríkisstjórnar Tonys Blairs, forsætisráðherra, um nafnskírteini. Frumvarpið var samþykkt naumlega með 310 atkvæðum gegn 279. 13.2.2006 22:31
Pólska þingið verður ekki rofið Þing verður ekki rofið og ekki verður boðað til kosninga fyrr en ella samkvæmt ákvörðun Kaczynski, Póllandsforseta, sem hann kynnti í kvöld. Í dag var síðasta tækifæri forsetans á þessu kjörtímabili til að beita stjórnskipulegu valdi sínu og rjúfa þing. Fjölmiðlar höfðu heimildir fyrir því að forsetinn ætlaði að leysa upp þing til að refsa þingmönnum fyrir að hafa ekki samþykkt fjárlög í síðasta mánuði. 13.2.2006 22:26
Komið til móts við fækkun rýma á Sólvangi Tíu dvalarrýmum á Hrafnistu í Hafnarfirði verður breytt í hjúkrunarrými til að koma til móts við fækkun rýma á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi í dag þar sem kynntar voru tillögur nefndar um uppbyggingu öldrunarþjónustu í Hafnarfirði. 13.2.2006 22:16
Abbas fær víðtækari völd - Hamas-liðar ævareiðir Hamas-samtökin eru ævareið vegna þeirrar ákvörðunar fráfarandi þings palestínsku heimastjórnarinnar að veita Mahmoud Abbas, forseta, víðtæk völd til viðbótar þeim sem hann hefur nú þegar. 13.2.2006 22:16
Sekt fyrir verðsamráð Félag íslenskra hljómlistarmanna verður að greiða hundrað þúsund krónur í sekt í ríkissjóð fyrir ólöglegt verðsamráð. 13.2.2006 21:45
Atvinnuleysi eykst lítillega Atvinnuleysi í janúar var lítillega meira en í desember en samt nær tvöfalt minna en í janúar á síðasta ári. Atvinnuleysi mældist 1,6 prósent í síðasta mánuði en eitt og hálft prósent í mánuðinum á undan. Í janúar á síðasta ári mældist atvinnuleysi þrjú prósent. 13.2.2006 21:21
Önnur sprengjuárás á fjórum dögum Að minnsta kosti sex særðust alvarlega en enginn týndi lífi þegar sprengja sprakk í stórmarkaði í Istanbúl, stærstu borg Tyrklands, í dag. Þetta er önnur sprengjuárásin þar í borg á fjórum dögum. 13.2.2006 20:57
Átta kíló af kókíni gerð upptæk á Kastrup 35 ára gamall Spánverji var handtekinn með átta kíló af kókíni á Kastrup flugvelli í gær. Maðurinn kom með flugvél frá Rio de Janeiro í Brasilíu og var stöðvaður á landgöngubrúnni frá flugvélinni að flugstöðvarbyggingunni. Maðurinn hefur verið dæmdur í 25 ára gæsluvarðhald, þar af 11 daga íeinangrun. 13.2.2006 20:56
Þakið rifið af stúku Laugardalsvallar Sjö tonn af stáli og timbri svifu um loftið í Laugardalnum um kvöldmatarleytið þegar starfsmenn Ístaks voru á fullu við að rífa þakið á gömlu stúkunni á Laugardalsvelli. 13.2.2006 20:30
Mikil flóð í Kína Ekki er vitað um mannfall í miklum flóðum í norður og norð-vestur Kína síðustu daga. Mikið hefur flætt vegna ofankomu en einnig hefur flætt þar sem snjór og ís hefur bráðnað. 13.2.2006 20:15
Fuglaflensa á Ítalíu og í Grikklandi Evrópusambandið ætlar að herða eftirlit með svæðum á Ítalíu þar sem hið hættulega H5N1 afbrigði fuglaflensu hefur greinst í villtum fuglum. Flensan hefur einnig greinst í fuglum í Norður-Grikklandi en tilfellin þar og á Ítalíu eru þau fyrstu í ríkjum Evrópusambandsins. 13.2.2006 20:12
37 milljón króna viðbótartekjur fyrir ríkissjóð Ríkissjóður ætlar að ná 37 milljóna króna viðbótartekjum með því að hækka gjald fyrir íslenskan ríkisborgararétt og með gjalddtöku á rafræna áskrift að Lögbirtingarblaðinu. Þetta upplýsti fjármálaráðherra við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. 13.2.2006 20:07
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bíða enn samnings Engar niðurstöður liggja fyrir með endurnýjun kjarasamninga milli Launanefndar sveitafélaga og Landsambands slökkviðsmanna- og sjúkraflutningamanna að svo stöddu. Fulltrúar beggja aðila fóru yfir stöðu mála á fundi í dag og þá möguleika sem væru fyrir hendi, en kjarasamningur landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Launanefndar sveitafélaga rann út um áramótin. 13.2.2006 20:07
Íranar ætla að auðga úran Íranar ætla að hefja auðgun úrans þann 7. mars næstkomandi. Þeir hafa frestað viðræðum við Rússa um að þeir auðgi fyrir þá úran í Rússlandi og flytji það til Írans. Bandaríkjamenn hafa sagt að það komi ekki til greina að Íranar fái að halda áfram áætlunum sínum og útiloka ekki árásir á landið. 13.2.2006 20:01
Langt að aka en stutt að ganga Langt er að fara akandi á milli húsa í nýjustu hverfum Kópavogs og Seljahverfisins í Reykjavík þótt aðeins fáir metrar séu á milli húsanna. Formaður skipulagsráð Kópavogs segir íbúa Seljahverfisins ekki hafa viljað tengingu á milli hverfanna og því sé þetta niðurstaðan. 13.2.2006 19:56
Syntu 100-150 metra í land þegar bátur þeirra sprakk Tveir tólf ára drengir voru hætt komnir þegar gúmmíbátur þeirra sprakk á Hvaleyrarvatni um helgina. Drengirnir náðu að synda í land þar sem móðir annars þeirra óð í vatnið á móti þeim. Drengjunum heilsast vel og þeir eru ánægðir með að vera á lífi eftir þennan hildarleik. 13.2.2006 19:33
Breytingar á vörugjöldum til að lækka matvælaverð Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, boðar breytingar á vörugjöldum til að lækka matvælaverð. Hann vonast til að nefnd, sem hann skipaði til að kanna orsakir hás verðlags matvæla hérlendis, skili tillögum í haust. 13.2.2006 19:16
Oktavía segir vistaskipti sín ekki vera mistök Oktavía Jóhannesdóttir, sem bauð sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna á Akureyri um helgina eftir að hafa gengið úr Samfylkingunni skömmu fyrir áramót, segir vistaskiptin ekki hafa verið mistök. Oktavía sóttist eftir fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins en endaði í því fimmtánda. 13.2.2006 19:12
Mislæg gatnamót hringvegar í Reykjavík boðin út Vegagerðin hefur boðið út gerð mislægra gatnamóta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar ofan Grafarvogs 13.2.2006 19:08
Samstarf með Sjálfstæðisflokki ólíklegt Borgarstjóraefni Samfylkingarinnar telur að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki samleið í borgarstjórn vegna málefnaágreinings. Hann telur hins vegar að gömlu R-lista flokkarnir geti unnið saman áfram. 13.2.2006 18:56
Borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar ýtt til hliðar Oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir sigur Dags B. Eggertssonar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík ekki koma á óvart og bendir á að borgarstjóra og oddvita flokksins í borginni hafi verið ýtt til hliðar. 13.2.2006 18:47
Þingkosningar í Póllandi? Flest bendi til að Kaczynski, forseti Póllands, leysi upp þing landsins og boði til þingkosninga í ræðu sem hann heldur í kvöld. Sú ákvörðun væru svar hans við þeirri ákvörðun þingsins að samþykkti ekki fjárlög þegar greidd voru atkvæði um þau í lok janúar. 13.2.2006 17:45
Skorað á Símann að opna aftur á Laugavegi Þróunarfélag miðborgarinnar skorar á Símann að endurskoða þá ákvörðun sína að loka verslun sinni við Laugaveg. Félagið hvetur Símann til að hefja þar verslunarrekstur á ný hið fyrsta. 13.2.2006 17:41
Mannskæð sprenging í Afganistan Fjórir bandarískir hermenn féllu þegar sprengja sprakk í Afganistan í dag. Hermennirnir voru við eftirlit í Uruzgan-héraði ásamt afgönskum hersveitum þegar sprengja sprakk undir bíl þeirra með fyrrgreindum afleiðingum. 13.2.2006 17:38
Bandaríkjamenn útiloka ekki hernaðaraðgerðir gegn Íran Bandaríkjamenn útiloka ekki hernaðaraðgerðir gegn Íran, en munu reyna samningaviðræður fram í lengstu lög. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í sjónvarpsþætti í gær. 13.2.2006 17:33
Viðræður um tollalækkun og afnám útflutningsálags Viðræður eru fyrirhugaðar milli fulltrúa Íslands og Evrópusambandsins um mögleika á frekari tollalækkunum á sjávarafurðum gegn hugsnlegu afnámi útflutningsálags á ferskan fisk. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, átti í dag fund með Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB. 13.2.2006 17:06
Ungum sjálfstæðismönnum hafnað: Ungir sjálfstæðismenn á Akureyri eru ósáttir við rýran hlut ungmenna að loknu prófkjöri flokksins á Akureyri. Þeir segja eldra fólkið hafa hafnað ungliðunum í kjörinu og niðurstaðan sé kjaftshögg. 13.2.2006 16:34
Saddam Hússein lætur ófriðlega í réttarsal Réttarhöldunum yfir Saddam Hússein, fyrrverandi forseta Íraks, var í frestað fram á morgun eftir viðburðarríkan dag í réttarsalnum. Saddam lét þá loks sjá sig eftir nokkurra daga fjarveru en hann virtist þó fyrst og fremst hafa mætt til að valda óskunda. 13.2.2006 16:13
Flugi Icelandair frá New York seinkaði um 6 tíma Forráðamenn Icelandair hafa ekki farið varhluta af óveðrinu á austurströnd Bandaríkjanna undanfarna daga. Farþegavél félagsins sem átti að lenda hér á landi klukkan sex í morgun seinkaði umtalsvert og lenti á Keflavíkurflugvelli sex tímum á eftir áætlun. 13.2.2006 16:08
Snjóbylur í Bandaríkjunum Mörg þúsund opinberir starfsmenn á austurströnd Bandaríkjanna hafa í dag reynt hvað þeir geta til að koma borgurum til vinnu eftir mesta bylur sem sögur fara af á svæðinu. Borgaryfirvöld í New Yorkhafa meira að segja gripið til þess ráðs að ráða starfsmenn tímabundið með tíu dali á tímann til að moka burt mesta snjónum. 13.2.2006 16:04
Ekkert lát á voðaverkum í Írak Bið fátækra Íraka eftir matarstyrk breyttist í martröð í morgun, þegar maður hlaðinn sprengiefni gekk að röðinni og sprengdi sig í loft upp. En í skugganum af hrinu ódæðisverka virðist ný ríkisstjórn loks í sjónmáli í Írak. 13.2.2006 15:33
Telur Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn ekki eiga samleið Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, telur að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki samleið í borgarstjórn. Hins vegar geti gömlu R-listaflokkarnir unnið saman áfram þar sem enginn málefnaágreiningur sé á milli þeirra. 13.2.2006 15:25
Þarf ekki í umhverfismat Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að ekki þurfi að fara fram umhverfismat vegna lagningar hitaveitu í Grundafirði. Í ákvörðun stofnunarinnar segir að sjónræn áhrif veitunnar og hávaði verði óveruleg auk þess sem lagningin hafi engin neikvæð áhrif á fornleifar. 13.2.2006 14:57
Landsbankinn hættir á tveimur stöðum Landsbankinn hættir í næsta mánuði rekstri útibúa sinna á Kópaskeri og Raufarhöfn. Bankinn hefur selt Sparisjóði Þórshafnar afgreiðslur sínar á þessum stöðum og tekur Sparisjóðurinn til starfa á Raufarhöfn í stað Landsbankans. 13.2.2006 13:48
Frítt í sund í Sandgerði Sandgerðingar geta frá og með miðvikudeginum næstkomandi synt og baðað sig að lyst, því bæjarstjórnin ákvað á síðasta fundi sínum að fella niður aðgangseyri í sundlaug bæjarins um óákveðinn tíma. 13.2.2006 13:45
Búist við góðri síldarvertíð Íslenskir síldveiðimenn eru bjartsýnir vegna mikillar síldargegndar við Noregsstrendur. Gríðarlegt magn síldar úr norsk-íslenska síldarstofninum mun hrygna við Noregsstrendur í vor og búast menn við að mikið af þeim fiski skili sér til Íslands í sumar. 13.2.2006 13:43
Misvísandi spár um verðbólguþróun Greiningardeildir bankanna eru klofnar í afstöðu sinni til þess hvort verðbólga hækki eða lækki á næstunni. 13.2.2006 13:21
200 milljarða króna markið rofið Útgáfa erlendra skuldabréfa í innlendri mynt er komin yfir 200 milljarða króna markið. Það var ný útgáfa Deutsche Bank á föstudag sem rauf 200 milljarða króna markið. 13.2.2006 13:15
Slasaður sjómaður sóttur við slæm skilyrði Björgunarbáturinn Ingibjörg frá Höfn í Hornafirði fór í morgun í brimi, þoku og mikilli ölduhæð til móts við fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA til að sækja slasaðan skipverja þar um borð. 13.2.2006 13:06
Samningafundur hjá LN og slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum Samninganefndir launanefndar sveitarfélaganna og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna funda í Karphúsinu nú klukkan eitt um kjaramál síðarnefnda hópsins, en eins og greint hefur verið frá höfnuðu slökkviliðs- sjúkraflutningamenn tilboði launanefndarinnar um 24 prósenta launahækkun fyrir helgi. 13.2.2006 12:49
Ætlar að berjast fyrir bættri stöðu sjálfstæðra skóla Talsmaður Samfylkingarinnar í menntamálum segist ætla að beita sér fyrir því að fleiri sjálfstætt starfandi skólum verði komið á fót í höfuðborginni. Þetta sjónarmið gengur þvert á málflutning R-listans undanfarin ár. 13.2.2006 12:45
Telja hval hafa hrundið af stað leit Nú er talið fullvíst að hvalur hafi hrundið af stað umfangsmikilli leit úr lofti, á sjó og með ströndum út af norðanverðu Seltjarnarnesi og á voginum út af Ánanaustum í gærkvöldi. 13.2.2006 12:30
Saddam með ólæti í réttarsal Saddam Hússein lét loks sjá sig við réttarhöld yfir honum í morgun. Hann virtist þó fyrst og fremst hafa mætt til að valda óskunda. Saddam kvartaði sáran yfir að vera neyddur til að mæta og hrópaði ,,niður með Bush og lengi lifi hin íslamska þjóð." Ekki er vitað til að honum hafi verið vísað úr réttarsalnum enn sem komið er. 13.2.2006 12:02
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent