Erlent

Átta kíló af kókíni gerð upptæk á Kastrup

35 ára gamall Spánverji var handtekinn með átta kíló af kókíni á Kastrup flugvelli í gær. Maðurinn kom með flugvél frá Rio de Janeiro í Brasilíu og var stöðvaður á landgöngubrúnni frá flugvélinni að flugstöðvarbyggingunni. Maðurinn hefur verið dæmdur í 25 ára gæsluvarðhald, þar af 11 daga í einangrun. Lögreglan hefur hafið rannsókn málsins sem miðast meðal annars við að finna út hver átti að taka á móti kókaíninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×