Erlent

Abbas fær víðtækari völd - Hamas-liðar ævareiðir

Nýr þingmaður Hamas-samtakanna mætir á síðasta fund fráfrandi þings palestínsku heimastjórnarinnar í dag.
Nýr þingmaður Hamas-samtakanna mætir á síðasta fund fráfrandi þings palestínsku heimastjórnarinnar í dag. MYND/AP

Hamas-samtökin eru ævareið vegna þeirrar ákvörðunar fráfarandi þings palestínsku heimastjórnarinnar að veita Mahmoud Abbas, forseta, víðtæk völd til viðbótar þeim sem hann hefur nú þegar.

Hamas-liðar unnu stórsigur í þingkosningum palestínumanna í síðasta mánuði og hafa hreinan meirihluta á þingi. Fatah-hreyfing Abbasar forseta galt hins vegar afhroð en hafði áður farið með völdin í heimastjórninni. Á síðasta fundi sitjandi þings var ákveðið að veita forsetanum vald til að skipa sérstakan stjórnlagadómstól sem hefði síðasta orðið í deilum forsetans og ríkisstjórnar.

Stuðningsmenn Fatah-hreyfingarinnar voru einni skipaðir í mikilvæg embætti, þar á meðal var einn þeirra gerður að formanni eftirlisstofnunar sem hefur það verkefni að taka á spillingu meðal æðstu embættismanna.

Liðsmenn Hamas voru að vonum ævir þegar þeir heyrðu af þessar ákvarðanir fráfarandi stjórnar, sögðu þær ekki hafa lagagildi og hétu því að þeim yrði breytt. Mushir Al-Masri, talsmaður Hamas, sagði samtökin ætla að leggja mat á breytingarnar og miðað yrði við lagalegt skipulag heimastjórnarinnar og þær umræður sem hefðu farið fram áður en ákvarðanirnar voru teknar.

Hamas þarf aukinn meirihluta á þingi, eða 88 atkvæði af 132, til að fá ákvörðum fráfarandi þingsins hrundið. Óvíst er hvort Hamas nái að tryggja sér það mörg atkvæði en samtökin fengu 76 þingsæti og vantar því atkvæði 12 þingmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×