Innlent

Landsbankinn hættir á tveimur stöðum

Landsbankinn hættir í næsta mánuði rekstri útibúa sinna á Kópaskeri og Raufarhöfn. Bankinn hefur selt Sparisjóði Þórshafnar afgreiðslur sínar á þessum stöðum og tekur Sparisjóðurinn til starfa á Raufarhöfn í stað Landsbankans.

Bæði fyrirtækin hafa haft afgreiðslur á Kópaskeri en urðu sammála um að ekki væru forsendur fyrir rekstri beggja fyrirtækjanna þar og því hættir Landsbankinn starfsemi sinni þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×