Innlent

Viðræður um tollalækkun og afnám útflutningsálags

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra.
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra. MYND/Pjetur Sigurðsson

Viðræður eru fyrirhugaðar milli fulltrúa Íslands og Evrópusambandsins um mögleika á frekari tollalækkunum á sjávarafurðum gegn hugsnlegu afnámi útflutningsálags á ferskan fisk.

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, átti í dag fund með Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB.

Farið var yfir fjölmörg sameiginleg hagsmunamál Íslands og ESB á fundinum og meðal annars ákveðið að hefja viðræður til að kanna mögulegan aðgang að komunnaveiði innan lögsagna Íslands og ESB.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×