Innlent

Atvinnuleysi eykst lítillega

Atvinnuleysi í janúar var lítillega meira en í desember en samt nær tvöfalt minna en í janúar á síðasta ári. Atvinnuleysi mældist 1,6 prósent í síðasta mánuði en eitt og hálft prósent í mánuðinum á undan. Í janúar á síðasta ári mældist atvinnuleysi þrjú prósent.

Atvinnuleysi mældist mest þrjú prósent á Norðurlandi eystra en minnst 0,9 prósent á Austfjörðum. Nær tvöfalt fleiri konur en karlar eru án atvinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×