Erlent

Breska þingið samþykkir lög um nafskírteini

Nafnskírteinum mótmælt í Lundúnum.
Nafnskírteinum mótmælt í Lundúnum. MYND/AP

Breska þingið samþykkti í kvöld frumvarp ríkisstjórnar Tonys Blairs, forsætisráðherra, um nafnskírteini. Frumvarpið var samþykkt naumlega með 310 atkvæðum gegn 279.

Þingið samþykkti frumvarpið áður í október en lávaradeild þingsins kom í veg fyrir framgöngu þess í síðasta mánuði.

Margir þingmenn í stjórn og stjórnarandstöðu eru andvígir frumvarpinu og segja nafnskírteini ekki bæta þjóðaröryggi. Þau muni eyða lýðréttindum auk þess sem áætlunin sé of dýr í framkvæmd. 

Niðurstaðan í kvöld er sögð sigur fyrir Blair en þetta er annað tveggja erfiðra stjórnarfrumvarpa sem þingið tekur afstöðu til í þessari viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×